Són - 01.01.2005, Blaðsíða 165

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 165
UM BIRTING 165 sé minnst á vinnu. Það var ekki lítið afrek að gefa Birting út í þessu litla landi. Á sjöunda áratugnum þótti manni af tímaritum frá Norður- löndum mestur veigur í Bonniers litterära magasin, Ord och bild, Vinduet og Vindrosen, meðan hún var og hét. Sjálfsagt hafa komið út fleiri slík sem ekki var að finna í tímaritahillu Landsbókasafns. Þessi tímarit voru gefin út af öflugum forlögum hjá milljónaþjóðum. Voru þau betri, merkilegri eða áhrifameiri en Birtingur? Ég held varla. Það þurfti ekki að miða við fólksfjölda til að bera hann saman við þau. Auðvitað var Birtingur barn síns tíma. Það lá einmitt í eðli hans að vera spegill þess sem var að gerast. Þetta voru tímar þegar mörk virt- ust skýr milli skapandi alvörulistar, sem var að þróa það sem best var gert, og afurða fjöldamenningarinnar sem var að verða alþjóðleg þótt það væri ekki í sama mæli og síðar. Því fór fjarri að Birtingsmenn fyrirlitu alþýðumenningu — það sést best í skrifum Harðar Ágústs- sonar — en þeir gerðu eins og aðrir á þeim tíma skarpan greinarmun á rótfastri alþýðumenningu og alþjóðlegri fjöldamenningu. Síðari kynslóðir listamanna hafa verið opnari fyrir því að þar geti líka verið sanna tjáningu og jafnvel gimsteina að finna innan um ruslið. Skörp tvískipting í viðhorfi til lista leiddi auðvitað stundum til nokkurs hroka og snobbs hjá þeim sem töldust gæta fjöreggsins í listinni og aðdáendum þeirra, og geta fáir svarið það af sér sem voru að komast til vits og ára um 1960. Ég finn ekki mikið fyrir þessu í Birtingi. Vera má að mönnum þyki nú líklegt að Thor Vilhjálmsson hafi verið mest- ur nýjungamaður í hópnum, en hann fór ekki fram úr sjálfum sér; ef hann skynjaði ekki gildi nýjunganna hafnaði hann þeim, eins og sjá má í deilunni um Dieter Rot, þar sem hann var í andstöðu við aðra Birtingsmenn, og reyndar líka í „Syrpu“ þar sem fram kemur lítið álit hans á gjörningum. Annað tímanna tákn sem lesandi á 21. öld veitir athygli er rýr hlut- ur kvenna meðal höfunda Birtings og þeirra sem um er fjallað. En ég er hálfhræddur um að maður hafi ekki tekið eftir því eða þótt það skrýtið á þeim tíma. Þegar bú Birtings er gert upp er myndin skýr. Hann er málgagn módernista, en módernista með ríka sögulega vitund á sviði lista og menningar, einlægra hugsjónamanna sem vildu að Ísland og Íslend- ingar losuðu sig við hjárænu og forpokun, forðuðust smáborgaraskap og yfirborðsmennsku en yrðu virkir og sjálfstæðir þátttakendur í fjöl- breytilegri list heimsins. Það má kalla táknrænt að Birtingur hætti að koma út 1968. Einhver spurði mig nýlega hvers vegna sautján ára unglingur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.