Són - 01.01.2005, Blaðsíða 101

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 101
101ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR Um ljóðasafnið Illuminations skrifar Friedrich að það sé „texti sem ekki býst við lesanda. Hann kærir sig ekki um að vera skilinn“.40 Það má til sanns vegar færa að lítt stoðar að reyna að skilja „Eftir syndaflóðið“ á sama hátt og til að mynda „Næturljóð vegfaranda“ eftir Goethe. Engu að síður hefur textinn eignast marga aðdáendur í hópi ljóðalesenda á þeim 120 árum sem liðin eru síðan hann birtist fyrst á prenti.41 Það sem Friedrich setur fyrir sig er frávikið frá því normi að ljóð sé ‚skiljanlegt‘ og byggt á mimesis — eftirlíkingu þekkts veruleika. En reyndar hefur ekki staðið á tilraunum til að túlka þetta ljóð Rimbauds á hefðbundinn máta. Útgefandi Pléiade-útgáfunnar (1972) rekur eina slíka túlkun þar sem ljóðið er í smáatriðum heimfært á Parísar- kommúnuna, fall hennar og endurreisn borgaralegra hátta. Þótt það sé vissulega virðingarvert að reyna af ítrasta megni að skilja skáldskap má minna hér á gamla sögu. Eftir að móðir Rimbauds las Árstíð í víti á hún að hafa spurt son sinn hvað hann meinti með ljóðunum, og Rimbaud svarað: „Ég meinti það sem þau segja, bókstaflega og í öllum merkingum.“42 Þetta, ásamt öðru, leggur Marjorie Perloff út á þann veg að ekki beri að skilja ljóð Rimbauds táknrænum eða allegórískum skilningi, og það held ég sé skynsamlegt sjónarmið. Sú róttæka ljóðhugsun að ljóð skuli vera sköpun alveg nýs og sjálf- stæðs veruleika er merkur þáttur í nútímaljóðlist og kemur til að mynda fram hjá Lautréamont, Rimbaud og víða í súrrealismanum. Ummerki um þennan ljóðskilning í íslenskum skáldskap frá því um miðja öldina má til dæmis sjá í sumum ljóðum Tímans og vatnsins. En hann er fjarri því að vera dæmigerður fyrir öll nútímaljóð. Hans gætir til að mynda lítið í ljóðlist á ensku. Tvær nýjar ljóðtegundir urðu til þegar bragur hætti að vera grund- völlur allrar ljóðlistar: prósaljóð og fríljóð. Seinni tegundin er kölluð free verse á ensku, sem virðist reyndar fela í sér mótsögn því að verse þýðir ‚bundið mál‘, enda var heitið upphaflega notað í niðrunarskyni. Engin slík mótsögn er hinsvegar í franska heitinu vers libre(s), sem hið 40 Hugo Friedrich (1971:84). 41 Í tímaritinu La Vogue, ritstj. Gustave Kahn, maí/júní 1886. 42 „J’ai voulu dire ce que ça dit, littéralement et dans tous les sens.“ Hér haft eftir Marjorie Perloff (1999:28).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.