Són - 01.01.2005, Side 101
101ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR
Um ljóðasafnið Illuminations skrifar Friedrich að það sé „texti sem ekki
býst við lesanda. Hann kærir sig ekki um að vera skilinn“.40 Það má til
sanns vegar færa að lítt stoðar að reyna að skilja „Eftir syndaflóðið“ á
sama hátt og til að mynda „Næturljóð vegfaranda“ eftir Goethe. Engu
að síður hefur textinn eignast marga aðdáendur í hópi ljóðalesenda á
þeim 120 árum sem liðin eru síðan hann birtist fyrst á prenti.41
Það sem Friedrich setur fyrir sig er frávikið frá því normi að ljóð
sé ‚skiljanlegt‘ og byggt á mimesis — eftirlíkingu þekkts veruleika. En
reyndar hefur ekki staðið á tilraunum til að túlka þetta ljóð Rimbauds
á hefðbundinn máta. Útgefandi Pléiade-útgáfunnar (1972) rekur eina
slíka túlkun þar sem ljóðið er í smáatriðum heimfært á Parísar-
kommúnuna, fall hennar og endurreisn borgaralegra hátta. Þótt það
sé vissulega virðingarvert að reyna af ítrasta megni að skilja skáldskap
má minna hér á gamla sögu. Eftir að móðir Rimbauds las Árstíð í víti
á hún að hafa spurt son sinn hvað hann meinti með ljóðunum, og
Rimbaud svarað: „Ég meinti það sem þau segja, bókstaflega og í
öllum merkingum.“42 Þetta, ásamt öðru, leggur Marjorie Perloff út á
þann veg að ekki beri að skilja ljóð Rimbauds táknrænum eða
allegórískum skilningi, og það held ég sé skynsamlegt sjónarmið.
Sú róttæka ljóðhugsun að ljóð skuli vera sköpun alveg nýs og sjálf-
stæðs veruleika er merkur þáttur í nútímaljóðlist og kemur til að
mynda fram hjá Lautréamont, Rimbaud og víða í súrrealismanum.
Ummerki um þennan ljóðskilning í íslenskum skáldskap frá því um
miðja öldina má til dæmis sjá í sumum ljóðum Tímans og vatnsins. En
hann er fjarri því að vera dæmigerður fyrir öll nútímaljóð. Hans gætir
til að mynda lítið í ljóðlist á ensku.
Tvær nýjar ljóðtegundir urðu til þegar bragur hætti að vera grund-
völlur allrar ljóðlistar: prósaljóð og fríljóð. Seinni tegundin er kölluð
free verse á ensku, sem virðist reyndar fela í sér mótsögn því að verse
þýðir ‚bundið mál‘, enda var heitið upphaflega notað í niðrunarskyni.
Engin slík mótsögn er hinsvegar í franska heitinu vers libre(s), sem hið
40 Hugo Friedrich (1971:84).
41 Í tímaritinu La Vogue, ritstj. Gustave Kahn, maí/júní 1886.
42 „J’ai voulu dire ce que ça dit, littéralement et dans tous les sens.“ Hér haft eftir
Marjorie Perloff (1999:28).