Són - 01.01.2005, Side 131
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 131
Halldór er ómyrkur í máli að vanda en hafa má í huga við lestur
ádrepunnar að hann hafði áður lagst gegn bæði prósaljóðum (‚ljóðum
í óbundnu máli‘) og fríljóðum (‚braghöltum ljóðum‘):
Ekki aðeins öll „ljóð í óbundnu máli“ eru á íslensku ljótt prósa,
heldur einnig öll braghölt ljóð. Leirskáld, sem höfðu ekki lag á
að láta standa í hljóðstafnum, hafa gert sitt til að rugla íslenskt
brageyra, bæði með þeirri tegund af hlægilegu prósa sem þeir
kalla „ljóð í óbundnu máli“, óreglulegri notkun bragliða og
setníngu ríms (samsvarandi ljóðlínur innan erindis mislángar,
eða mismargar ljóðlínur erindis innan sama kvæðis, og því-
líkt).127
— og skilgreint ljóðlist mjög þröngt:
Mikill hluti af skáldskap nútímans er ein ruslakompa af ósam-
stæðum brotum […] menn láta prenta rímlausan og óversaðan
texta með misjafnlega laungum línum einsog um ljóðlínur væri
að ræða […] það er einsog skáldið hafi gleymt að einmitt með
því að sleppa rími og versgerð er hann blátt áfram að skrifa
óbundið mál, — það er ekki til annar munur á bundnu máli og
óbundnu en sá sem felst í versgerðinni.128
Lagleg U-beygja þetta hjá skáldinu sem ort hafði „Únglínginn í skóg-
inum“ og „Rhodymenia palmata“ liðlega tvítugur.129 Því Halldór var á
yngri árum eina ljóðskáldið á Íslandi sem tók mið af því sem var að
gerast í ljóðlist á meginlandi Evrópu. Þremur áratugum síðar fordæmir
hann með síðustu tilvitnuninni hér að framan, sem lesin var yfir norsk-
um menntamönnum, ekki einungis vaxtarbroddinn í íslenskri sam-
tímaljóðlist heldur lungann úr ljóðbókmenntum Evrópu og Norður-
Ameríku í hartnær hálfa öld. Reyndar efast maður um það hér sem
stundum endranær hversu alvarlega beri að taka yfirlýsingar Halldórs,
enda nefnir hann í sama fyrirlestri Pablo Neruda sem það ljóðskáld
aldarinnar sem sambærilegt sé við Picasso í myndlist, Brecht í leiksviðs-
127 „Hin hvítu skip Guðmundar Böðvarssonar“ (1962:139).
128 „Vandamál skáldskapar á vorum dögum“ (1955:198–99). — Svipað orðalag er í
„Formála að ljóðasafni úngra skálda í Mentaskóla Reykjavíkur 1965“; aðal-
áherslan þar er þó á að ljóð séu „ekki til að lesa heldur til að sýngja“ (1971:9).
129 Greinargott yfirlit yfir ljóðagerð Halldórs er hjá Eysteini Þorvaldssyni:
„Ljóðagerð sagnaskálds“ (2002:49–67).