Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 9
7 Háskólar, kreppa og vísindi Guðmundur Heiðar Frímannsson Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 7–13 Það er kunnara en frá þurfi að segja að kreppa hefur gengið yfir íslenskt samfélag á þessu ári og mun halda áfram enn um sinn. Tekjur ríkissjóðs hafa dregist saman og samdráttur verður í útgjöldum á þessu ári og þeim næstu. Langstærstur hluti menntastofnana er í opinberum rekstri og þær sem teljast vera í einkarekstri sækja stærstan hluta tekna sinna til ríkis eða sveitarfélaga. Framtíð menntastofnana í landinu er að mótast þessa mánuðina og alls ekki ljóst hvernig hún kemur til með að verða. Ég hyggst í þessum pistli fara fáeinum orðum um möguleg áhrif samdráttar ríkisútgjalda á starfsemi íslenskra háskóla, kennslu og rannsóknir, og hver gætu og/eða ættu að vera viðbrögð háskólanna við þessum nýju þjóðfélagsaðstæðum. Háskólastigið hefur þróast mjög hratt á Íslandi. Fyrstu almennu lögin um háskóla voru samþykkt árið 1997 en fram að því höfðu gilt sérlög um hvern háskóla sem þá starfaði en þeir voru þrír: Háskóli Íslands, Kennaraháskólinn og Háskólinn á Akureyri. Árið 1997 voru tæplega 7.000 nemendur í íslenskum háskólum (Jónasson 2004:147), árið 2001 voru þeir 12.094 en árið 2008 17.738 (Hagstofa Íslands 2009). Þetta er meira en tvöföldun á tólf árum sem er mjög mikil fjölgun. Fjölgunin hefur haldið áfram á þessu ári, meðal annars vegna þeirra efnahagsþrenginga sem gengið hafa yfir. Fólk sér sér einfaldlega hag í að nota tímann í nám þegar þrengir að á vinnumarkaði. En það eru aðrar breytingar á háskóla- stiginu sem skipta ekki síður máli en fjölgun nemenda: Það er fjölgun háskóla. Þeir voru þrír árið 1997, allir ríkisháskólar, en nú eru þeir alls sjö: Háskóli Íslands sem hefur sameinast Kennaraháskólanum, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Háskólinn á Hólum, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Listaháskólinn og Háskólinn í Reykjavík. Tveir þessara háskóla eru einka- skólar, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík. Listaháskólinn er sjálfseignarstofnun. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Hólum heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið þar til árið 2008 en heyra nú undir menntamálaráðuneytið. Til viðbótar þessu eru háskólasetur á nokkrum stöðum á landinu sem teljast á háskólastigi: á Ísafirði, Egilsstöðum og víðar. Námsleiðum hefur fjölgað mikið á þessum tíma og bæði hefur fjölbreytni aukist og boðið er upp á sams konar nám í fleiri en einum skóla; viðskiptafræði er til dæmis boðin í fjórum háskólum og lögfræði einnig. Þessi vöxtur virðist vera afleiðing laga sem sett voru árið 1997 en þau voru endurskoðuð árið 2006 (Lög um háskóla nr. 63/2006) og í kjölfarið voru sett lög um opinbera háskóla árið 2008 (Lög um opinbera háskóla nr. 85/2008). Það er þó óvarlegt að fullyrða eitthvað um orsakasamhengið því að verið gæti að þessi hraði vöxtur háskólanáms hefði PiStiLLinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.