Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 10

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 10
8 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 átt sér stað þótt ekki hefðu verið almenn lög um háskólastigið. Það virðist þó óhætt að staðhæfa að lögin hafi auðveldað þessar breytingar og þennan vöxt. Það var ljóst á tíunda áratug síðustu aldar að æskilegt væri að fjölga nemendum á háskólastigi á Íslandi en ekki var augljóst hvernig best væri að fara að því. Lögin gerðu mögulegt að stofnaðir væru einkaskólar á háskólastigi sem að líkindum var eitt markmið lagasetningarinnar. Það gerðist á svipuðum tíma að ýmsar skólastofnanir voru fluttar á háskólastig sem áður höfðu verið á mörkum framhaldsskóla- og háskólastigs. Sameining KHÍ við Þroskaþjálfaskólann, Fósturskólann og Íþróttakennaraskólann var dæmi um það. Landbúnaðarskólarnir fluttust upp á háskólastig, Tækniskólinn sömuleiðis og Listaháskólinn varð til (Gyða Jóhannsdóttir 2008:35-39). Allir þessir skólar áttu sér umtalsverða sögu, landbúnaðarskólar höfðu starfað um langt skeið og í löndunum í kringum okkur höfðu þeir verið á háskólastigi, sama má segja um tæknimenntunina, það var löngu orðið tímabært að flytja hana á háskólastig og listmenntun hafði víða í löndunum í kringum okkur verið á háskólastigi lengi. Landbúnaðarskólarnir og Tækniskólinn voru fluttir á háskólastig en stofnaður var nýr skóli utan um listmenntunina. Einn höfuðkostur þessarar þróunar var sá að pólitísk yfirvöld drógu sig út úr því að stýra háskólunum sjálfum, þeir hafa síðan getað ráðið eigin málum, stýrt námsframboði, uppbyggingu náms og uppbyggingu stofnana sinna. Menntamálaráðuneytið hafði lengst af þurft að samþykkja flestar stærri breytingar í háskólunum og nýtt námsframboð en það breyttist með lögunum frá 1997. Þessi hraða þróun háskólastigsins hefur stundum verið skýrð með aukinni samkeppni á milli háskólanna. Því er stundum haldið fram að samkeppni hafi aukist á milli háskólanna á þessum árum frá 1997 með tilkomu einkaháskólanna, en fyrir þann tíma voru einungis ríkisháskólar í kerfinu. Nokkur samkeppni var á milli þeirra þá en þeir störfuðu allir á sömu forsendum eða sambærilegum. Þeir háskólar sem eru reknir sem einkafyrirtæki lúta öðrum lögum en opinberir háskólar og það sem munar að líkindum mest um eru Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá 1996 (nr. 70/1996) og að einkareknu skólarnir geta tekið skólagjöld af nemendum sínum. Stærstur hluti tekna þeirra kemur frá ríkinu: Þeir fá sömu greiðslur fyrir hvern nemanda, þeir fá rannsóknaframlag frá ríkinu og þeir geta til viðbótar krafið nemendur um skólagjöld. Það er eðlilegt að talsmenn þessara skóla haldi því fram að þeir hafi stuðlað að aukinni samkeppni sem hafi bætt alla háskólana. Og ég held að það sé staðreynd að kennsla og uppbygging náms í íslenskum háskólum hefur tekið umtalsverðum breytingum á síðustu tólf árum. Sú staðreynd ein að fleiri skólar sækjast eftir nemendum eykur líkur á samkeppni um nemendur en eðli eignarhalds á háskólunum virðist ekki skipta máli í þessu sambandi. En það eru vísbendingar um að sumar þessara breytinga hefðu átt sér stað hvort sem ný lög eða ný gerð af háskólum hefði komið til (Jónasson 2004, 2008:122-125). Þetta á sérstaklega við um umfang kerfisins. Það er því ekki ljóst hvað samkeppni getur skýrt í þróun háskólakerfisins íslenska síðasta áratuginn eða svo og eignarhaldið virðist vera aukaatriði. Börkur Hansen bendir á að tilkoma einkareknu háskólanna hafi fyrst og fremst aukið námsframboð í fjölmennustu námsgreinunum en ekki þar sem nemendur eru færri (2005:126). Ágreiningsefni sem tengjast einkareknu háskólunum eru nokkur. Þau stærstu eru að þeir geti krafið nemendur um skólagjöld en ríkisháskólarnir mega það ekki; að íslenska ríkið í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna greiði niður skólagjöld við einkaskólana að verulegu leyti og að þeir séu kostaðir að stærstum hluta af almannafé en lúti ekki sömu reglum um eftirlit og kröfur og opinberir háskólar. Þessi ágreiningsefni hafa ekki verið fyrirferðarmikil í stjórnmálaumræðunni en þau hafa verið mikið rædd meðal háskólamanna. Það voru tveir veikleikar í þessari þróun sem komið hafa smám saman í ljós og hafa að Pistillinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.