Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 23
21
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
nemenda sem verða fyrir einelti í rannsókn
okkar segjast einnig leggja aðra í einelti. Þetta
er talsvert hærra hlutfall en í öðrum rann-
sóknum (Ross, 1996). Hegðun þessara barna,
sem bæði eru þolendur og gerendur, veldur
oft spennu og pirringi umhverfis þau (Olweus,
1993a; Schwartz o.fl., 2001). Þau sýna oft
takmarkaða félagslega aðlögun (Nansel o.fl.,
2001) og verða oft fyrir höfnun annarra barna
(Warden og Mackinnon, 2003). Þess utan
hafa þau tilhneigingu til að vera mjög ýg og
sýna frávik eða skort á skilningi í félagslegum
aðstæðum. Þau eiga oftar við hegðunarvandamál
að stríða og taugaþroskaraskanir eins og
athyglisbrest með ofvirkni (Attention-Deficit/-
Hyperactivity Disorder – ADHD) og náms-
örðugleika. Rannsókn á börnum sem tóku lyf
við athyglisbresti með ofvirkni leiddi í ljós
að þessi börn voru mun líklegri en önnur til
að vera bæði gerendur og þolendur eineltis
(Unnever og Cornell, 2003). Þörf er á frekari
rannsóknum til að skýra orsakir þessa flókna
mynsturs.
Þau börn sem áttu stjúpforeldra mátu gæði
samskipta við þau mun verri en börn mátu
samskipti sín við foreldra. Hjá þolendum
eineltis voru hlutfallslega fleiri sem mátu
samskiptin við stjúpföður erfið en auðveld.
Í hinum hópunum eru fleiri sem telja þau
auðveld eða mjög auðveld. Samskipti við bæði
mæður og stjúpmæður voru best hjá þeim
sem ekki upplifa einelti. Þau gögn sem hér er
byggt á geta ekki skorið úr um orsakasamband
þessa mynsturs. Góð samskipti við foreldra og
stjúpforeldra kunna að veita börnum ákveðna
vörn gegn einelti, hugsanlega vegna þess að
góð tengsl við foreldra geta þýtt auðveldari
aðgang að traustum bandamönnum og góðum
ráðgjöfum þegar einelti kemur fyrst upp. Hins
vegar getur einelti einnig reynt mjög á sam-
band foreldra og barna og þeir sem upplifa
einelti geta upplifað foreldra sína sem van-
máttuga gagnvart vandamálinu og því metið
tengsl sín við þau lakari.
Sú skoðun hefur verið sett fram að feður sem
eru til staðar bæði líkamlega og tilfinningalega
séu mikilvæg fyrirmynd sona sinna og kenni
þeim samskipti við aðra karla, ákveðni og
hvernig eigi að verja sig gegn einelti (Rigby,
2002). Olweus (1993b) komst að þeirri nið-
urstöðu að karlkyns þolendur eineltis væru
líklegri en aðrir til að eiga ofverndandi móður
og fjarlægan og gagnrýninn föður. Rigby
(1993) sýndi fram á að drengir sem yrðu fyrir
einelti mætu samskipti sín við föður lakari en
við móður en stúlkur sem yrðu fyrir einelti
mætu samskipti sín við móður lakari. Þó að
ekki sé hægt að draga eindregnar ályktanir út
frá niðurstöðum okkar er ljóst að samskipti við
föður eru best meðal þeirra barna sem tengjast
á engan hátt einelti og þeirra sem bæði þola og
beita einelti. Niðurstöður okkar virðast ekki
styðja sérstaklega þá hugmynd að drengir sem
verða fyrir einelti séu í lakara sambandi við
feður sína en stúlkur í sömu sporum. Hvað
stúlkurnar varðar sýna gögn okkar að gerendur
en ekki þolendur meta samskipti sín við bæði
mæður og stjúpmæður mun frekar erfið eða
mjög erfið. Einnig kemur í ljós að stúlkur sem
voru þolendur eineltis voru langlíklegastar
til að meta samskipti sín við stjúpföður erfið
eða mjög erfið (64,9%), en stelpur sem voru
gerendur eineltis voru líklegastar til að meta
samskipti sín við stjúpföður auðveld eða mjög
auðveld (57,9%). Þar er á ferðinni mynstur
sem vert væri að skoða frekar.
Rannsóknir hafa sýnt að vinátta og einelti
tengjast sterklega. Þannig hafa sumir gengið
svo langt að telja þrjá þætti vinatengsla
beinlínis geta varið börn fyrir einelti eða
a.m.k. dregið úr afleiðingum þess. Þessir þættir
eru fjöldi vina, félagsleg staða vinanna og
staða barnsins innan vinahópsins (Boulton og
Smith, 1994; Hodges o.fl., 1997). Boulton og
félagar (1999) vildu einnig meina að það að
eiga trúnaðarvin gæti verið verndandi gegn
einelti. Þótt ómögulegt sé að draga ályktanir
um orsakasambönd út frá rannsókn eins og
okkar er alveg ljóst að þolendur eineltis, hvort
sem þeir eru einnig gerendur eður ei, eru mun
ólíklegri en aðrir til að eiga besta vin og ef
þeir eiga slíkan að er vináttan lakari en meðal
annarra barna. Hinsvegar er athyglisvert að
sjá að gerendur eineltis eru líklegastir til að
Einelti og samskipti við fjölskyldu og vini meðal 6., 8. og 10. bekkinga