Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 32
30 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 ekki gagnageymsla, heldur lifandi stýritæki kennarans í starfi. Skynjunar- og verkleiðir Þegar kennt er með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun er unnið eftir mörgum skynjunar- og verkleiðum (e. multi sensory learning channels/streams). Verkleiðirnar eru nefndar samkvæmt leiðinni sem farin verður þegar kennsluatriðið er kynnt fyrir nemandanum, það er sýnt eða sagt, og verkleiðinni sem nemandinn fer þegar hann svarar eða vinnur að lausn þess, munnlega, skriflega eða með öðrum hætti (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007). Dæmi um algengar skynjunar- og verkleiðir eru heyra og segja, sjá og segja, sjá og skrifa og heyra og skrifa. Öllum þessum leiðum stýrir kennarinn og þar af leiðandi eru þær auðveldari fyrir nemandann en t.d. að hugsa og segja og hugsa og skrifa því að þar hefur kennarinn dregið sig í hlé og nemandinn þarf að treysta á sjálfan sig. Því má segja að skynjunar- og verkleiðir hvers kennsluatriðis raðist í eins konar goggunarröð eða borð þar sem kennsla hvers nýs atriðis hefst á leiðunum sem kennarinn stýrir. Einnig getur það verið breytilegt eftir skynj- unar- og verkleið hvernig nemanda gengur með lausn tiltekins verkefnis. Há svörunartíðni þegar nemandi vinnur t.d. eftir sjá/segja verk- leiðinni sýnir að hann á auðvelt með að vinna eftir þeirri leið. Örar framfarir, úr fáum réttum svörum í mörg á stuttum tíma, þ.e. nokkrum mínútum, sýna hins vegar að nemandinn lærir hratt með þeirri leið, sem gæti verið heyra/skrifa. Hvaða skynjunar- og verkleiðir eru valdar hverju sinni ræðst af eðli viðfangsefnisins, á hvaða leiðir reynir þegar nýrri kunnáttu og færni er beitt í samhengi daglegs lífs og hvaða leiðir það eru sem nemandinn þarf að æfa meira og bæta sig í. Síðast en ekki síst ræðst val á skynjunar- og verkleið af því hvar í yfirferð námsefnis- þrepsins kennari og nemandi eru staddir. Er kennarinn að hefja frumkennslu nýs atriðis í þrepinu, t.d. með heyra/segja, eða er nemandinn að ljúka færniæfingum þess, t.d. með hugsa/ skrifa? Að því gefnu að hlutverk kennarans sé að auka tíðni tiltekinna athafna hjá nemendum er nauðsynlegt að vita fyrirfram hvaða athafnir það nákvæmlega eru sem kennslan á að framkalla (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2004). Í hverju eiga breytingar á hegðun nemendanna að felast? Með öðrum orðum, hver er fylgibreytan? Og hvað er það í kennslunni, í hegðun kennarans sem á að valda og veldur þeim breytingum? Hver er frumbreytan? Með nákvæmum lýsingum á skynjunar- og verkleiðum eru frum- og fylgi- breytur skilgreindar (Haughton, 1980). Í rannsóknum er nákvæm skilgreining breytanna forsenda þess að hægt sé að skoða og greina áhrifasambönd milli kennslu og náms. Slík skilgreining er því einnig eitt aðalverkfæri kennarans þegar hann undirbýr kennsluna og kennir. Verði engin ótvíræð breyting á hegðun nemenda í þá átt sem að var stefnt hefur þeim ekki verið kennt. Aðgerðir kennarans eru þá aðeins hluti af hegðunarmynstri hans sjálfs, röð sagðra eða skrifaðra orða (e. operational) eins og þegar fyrirlestrar eru fluttir, en ekki kennsla í starfrænni (e. functional) merkingu þess orðs (Barrett, 2002). Hraðflettispil Hraðflettispil (Say All Fast Minute Each Day Shuffle; SAFMEDS) eru meðal kennslu- gagna hnitmiðaðrar færniþjálfunar, hvort sem er í sjálfsnámi eða samvinnu. Venjulega er úrlausnarefnið sett öðrum megin á spilið og lausnin, sem felst í stuttu svari, hinum megin. Hraðflettispil gagnast við hvaða viðfangsefni sem er, svo fremi að það krefjist merkjanlegrar svörunar. Það sem greinir hraðflettispil frá leifturspjöldum (e. flashcards) eða enn annarri notkun sama spilabunka er eftirfarandi: Nemandinn flettir, helst sjálfur, öllum spilabunkanum strax frá fyrstu æfingu. Hver umferð er tímamæld – ein mínúta eða minna – og flettir nemandinn eins hratt og hann getur og reynir að fjölga réttum svörum í hverri umferð. Hann svarar jafnóðum upphátt, áður en hann skoðar svarið. Ef hann vinnur með öðrum fylgist námsfélaginn með Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.