Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 34

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 34
32 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 geymd, úthald, stöðugleika og notkun felur einnig í sér raunprófuð megindleg færnimið sem mæld eru í tíðni, – vísitölur. Hverjar vísitölurnar eru ræðst af námsefnisatriði og þeirri skynjunar- og verkleið sem notuð er (Fabrizio og Moors, 2003; Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2004). Þegar athafnir hafa náð svo hárri tíðni að hegðunin verður stöðug og hiklaus, eins og í áheyrilegum lestri, gerist fleira. Nemandinn getur þá farið hraðar yfir námsefnið og jafnvel hlaupið yfir hluta þess (e.curriculum leap). Hann sýnir nýja kunnáttu og leikni sem ekki var sérstaklega kennd, en byggist alfarið á mikilli þjálfun smærri einda á fyrri stigum námsefnisins (Layng, Twyman og Stikeleather, 2004; sjá einnig Binder, 1996; Ericsson, Krampe og Tesch-Römer, 1993; Johnson og Layng, 1994; McDowell og Keenan, 2001, 2002). Dæmi úr daglegu lífi um aðfærslu (e. adduction) af þessu tagi geta verið spuni djasspíanistans eða grunnskólanemandinn sem skrifar snjallan, frumsaminn texta. Fabrizio og Moors (2003) spyrja við hvaða upplýsingar kennarar þurfi að miða þegar þeir ákveða að kennslu og þjálfun í tilteknu atriði sé lokið og óhætt sé að byrja á því næsta. Þau svara spurningunni með því að sannreyna að það sé þegar mælingar á stöðluðu hröðunarkorti staðfesti að færnimiðum um geymd, úthald, stöðugleika og beitingu sé náð. Hætti færniþjálfunin hins vegar áður en færnimiðin nást og nemandinn hefur leiknina á hraðbergi eykur það líkurnar á því að honum „slái niður“. Tíðni hinna nýlærðu athafna lækkar þá þar sem leiknin dvínar eða tapast (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2007) og aðfærsla næst ekki (Haughton, 1980). Aðferðafræði Þótt hnitmiðuð færniþjálfun og hagnýt atferlisgreining séu runnar af sömu rót og eigi það sameiginlegt að athafnir úr hegðunarstreymi (e. behavior repertoire) ein- staklinga eru skoðaðar og greindar, hefur aðferðafræði þeirra þróast í ólíkar áttir (Binder, 1996; Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2005; Potts, Eshleman og Cooper, 1993). Í kynningum á rannsóknaraðferðum með einliðasniði (N=1) (Guðrún Árnadóttir og Þorlákur Karlsson, 2003; Þorlákur Karlsson, 2005) er lýst algengum rannsóknarsniðum hagnýtrar atferlisgreiningar sem felast í ýmsum tilbrigðum vendisniða (e. reversal design). Hegðunin er skoðuð og greind með því að breyta aðstæðum á kerfisbundinn hátt. Þeim er t.d. vent frá grunnskeiði (e. baseline) án íhlutunar, yfir á tímaskeið íhlutunar, t.d. kennslu, og aftur yfir á grunnskeið (ABA*). Hafi íhlutunin, frumbreytan, haft tilætluð áhrif á hegðunina, fylgibreytuna, fylgja breyt- ingarnar sem á hegðuninni verða þeim vend- ingum sem gerðar eru á aðstæðunum. En þar sem hagnýtri atferlisgreiningu er beitt til að leysa raunveruleg vandamál fólks er ekki alltaf hægt eða siðferðislega rétt að hætta kennslu og meðferð og endurtaka grunnskeið (A*). Einnig getur hegðunin verið óvendanleg, eins og í lestrarnámi, að öllu jöfnu. Í slíkum tilvikum má nota annað afbrigði vendisniða sem kallast margþætt grunnskeið (e. multiple baseline) og draga af því ályktanir um áhrifasamband frumbreytu og fylgibreytu. Aðferðafræðilegur styrkur hagnýtrar atferlisgreiningar liggur í rannsóknarsniðinu sjálfu (Baer o.fl., 1968). Eins og fram hefur komið, og meðfylgjandi frásögn og gögn sýna, vindur hnitmiðaðri færniþjálfun fram með öðrum hætti. Það getur vakið spurningar um hvort hún búi yfir nægjanlegum aðferðafræðilegum styrk og sé frekar vitnisburður en vísindi. En hröðunar- nám er ekki munnleg frásögn kennarans um það sem gerðist eða vitnisburður um einstæða og persónulega reynslu hans. Og ekkert í hröðunarnámi útilokar notkun til- raunasniða í rannsóknum. En kennsla með hnitmiðaðri færniþjálfun er ekki vísindaleg tilraun, heldur sannreynd (e. evidence based) þjálfunar- og mælitækni (Johnson og Street, 2004). Hafi vel tekist til með kennsluna, t.d. bein fyrirmæli, gengur hegðunin ekki til baka þegar þeirri íhlutun lýkur svo að ekki er um endurtekið grunnskeið (A*) að ræða. Með PT-æfingum eykst tíðni hegðunarinnar, jafnvel margfalt. Aðferðafræðilegur styrkur Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.