Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 35
33
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
hnitmiðaðrar færniþjálfunar liggur annars
staðar en í vendisniðum. Hann er innbyggður
í aðferðafræðilegum uppruna PT (Guðríður
Adda Ragnarsdóttir, 2004; Vargas, 2003) í
rannsóknum á hegðun dýra sem gerðar eru með
tilraunum á rannsóknarstofum (Experimental
behavior analysis). Þá aðferðafræði lagaði
Lindsley (1972) að skólastofunni og kallaði
Precision Teaching (Guðríður Adda Ragnars-
dóttir, 2004, 2005, 2007).
Frumrannsóknir í atferlisgreiningu sýna
að hegðun lýtur tiltekinni reglufestu eins
og annað í náttúrunni (Ferster og Skinner,
1957). Reglufestan er forsenda þess að hægt
sé að spá fyrir um hegðunina við tilteknar,
skilgreindar aðstæður (Skinner, 1957). Svo að
það megi verða þarf viðfangsefnið að birtast
sem merkjanlegar athafnir og skilgreinast með
altækri (e. universal) mælieiningu sem ekki
breytist eftir stað og stund. Í atferlisgreiningu
eru það hinar virku athafnir – óperantarnir –
(Skinner, 1938/1991) sem veljast úr hegðunar-
streyminu vegna þeirra afleiðinga sem þær
hafa og birtast aftur og aftur með aukinni tíðni
á kostnað annarra athafna sem ekki verða
fyrir valinu, ef svo má að orði komast, og
lækka í tíðni við það (Skinner, 1981). Dæmi
úr hröðunarnámi getur verið rétt svör á móti
röngum. Hvenær tiltekin athöfn telst virk (e.
operant/functional) er ekki vitað fyrr en það
er prófað (an empirical question). Hin virka
athöfn verður samt því aðeins greind með
kerfisbundnum hætti að hægt sé að mæla hana
með staðlaðri mælistiku sem breytist ekki
með þeim breytingum sem verða á hegðuninni
við íhlutunina. Því næmari sem mælistikan
er, þeim mun nákvæmari mynd gefur hún af
þeim breytingum sem væntanlega verða á
hegðuninni. Tíðni er slík mælieining. Hún er
altæk, næm og algild (e. absolute) (Johnston
og Pennypacker, 1993; sjá einnig Guðríði Öddu
Ragnarsdóttur, 2004). Sjálfur taldi Skinner
(Evans, 1968) að auk þess að mæla hegðun í
tíðni (e. rate of responding) hefði mælitækið –
hlaðriti(e. cumulative recorder) – verið helsta
framlag hans til vísindanna. Hlaðrit hans sýnir
flæði hegðunar í rauntíma sem tíðni athafna frá
einu augnabliki til annars.
Í stað hins staðlaða hlaðrits Skinners höfum
við staðlað hröðunarkort Lindsleys (1964)
þar sem tímaupplausnin er einnig nákvæm,
eða ein mínúta. Hröðunarkortið er alls staðar
eins og leyfir ekki að kvarðar þess séu togaðir
til eða gildum þeirra breytt eftir áherslum
rannsakandans. Þess vegna er hægt með
mikilli nákvæmni að sannreyna áreiðanleika
og alhæfingargildi tiltekinnar kennslutækni
með því að bera saman hröðunarkort. Þeir
sem beita hnitmiðaðri færniþjálfun sýna
á stöðluðu hröðunarkorti ítarleg gögn um
framvindu náms, eða afmarkaðra dæma þess,
sem fengin eru með nákvæmri greiningu á
altækri mælieiningu sem mæld er með algildri
mælistiku. Með rannsóknum Skinners fengu
sálfræðin og kennslufræðin þannig samræmda
mælieiningu, mælistiku og mælitæki (Barrett,
2002), sem Lindsley þróaði áfram fyrir kennslu
og haldbærar rannsóknir á námi. Þar liggur
aðferðafræðilegur styrkur hnitmiðaðrar færni-
þjálfunar.
Þegar rannsóknargögn eru metin, t.d. úr
DI-PT kennslu, þarf fyrst og fremst að huga
að mikilvægi þeirra fyrir þekkingarleitina,
áreiðanleika þeirra og alhæfingargildi.
Það verður best tryggt með endurteknum
raunprófunum, beinum eða kerfisbundnum
(Sidman, 1960). Eins og Sidman orðar það:
„Whereas direct replication reconfirms what
is already known, systematic replication
may, in addition, yield new information
about the phenomena in question“ (bls. 125,
leturbreyting höfundar). Með því að greina
kennslu- og námsferlið nákvæmlega er hægt að
endurtaka kennsluna annars staðar, með nýjum
nemendum, jafnvel öðrum kennurum, og fá úr
því skorið hvort svipaðar niðurstöður birtast
aftur. Með endurtekningunni safnast gögn sem
leiða í (e. induce) almennar reglur um nám og
kennslu. Greinin er nýtt innlegg í þróun þeirrar
heildarmyndar að hægt verði að alhæfa og
spá um samband tiltekinnar tækni (DI – PT)
í kennslu og þjálfun nemenda sem af ýmsum
ástæðum eru ólæsir (sjá einnig Guðríði Öddu
Ragnarsdóttur, 2004, 2005).