Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 36

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 36
34 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Kennslan, sem hér verður lýst, var ekki sett upp sem tilraun með vendisniði eins og gert er í hagnýtri atferlisgreiningu. Hún fór ekki heldur fram sem úrtaksrannsókn með samanburði við aðrar aðferðir og árangur þeirra. Hvor tveggja aðferðin er verkfæri til að svara öðrum og ólíkum spurningum þeim sem brunnu á höfundi þessarar greinar. Kennslan var í senn rannsókn og könnun (e. exploration) þar sem spurt var hvort tiltekin DI-PT kennslutækni sem reyndist gagnleg fyrir nemanda með dæmigerða einhverfu (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2004) reyndist einnig vel til að kenna nemanda með alvarlega leshömlun, og hvernig það ferli liti út? Endurtekningin eykur nokkuð alhæfingargildi aðferðarinnar og gefur vísbendingu um almennar reglur og lögmál náms og kennslu. Með öðrum orðum, að segja megi fyrir um með nokkurri vissu að kennsla og nám með samsettri DI-PT tækni sýni sterkt samband frum- og fylgibreytu. Gögnin eru lögð fram sem sýnidæmi um reynsluprófun tiltekinnar tækni og magnbundinn árangur hennar (e. empirical demonstration). Aðferð Nemandi Nemandinn, Ása, var hraustleg stelpa á 11. ári og nýbyrjuð í 6. bekk þegar kennslan hófst í september 2005. Þá hafði hún verið fimm vetur í almennum grunnskóla og bentu umsagnir til þess að hún hefði á fyrstu árum lestarnáms ekki verið látin læra reglur við að umskrá bókstafi í málhljóð, þ.e. kveða að bókstöfum og blanda hljóðum. Hins vegar hefði hún í lok 1. bekkjar „lesið mjög vel“ ýmis stutt og algeng orð (1–2 atkvæði). Niðurstöður úr taugasálfræðilegri athugun sem gerð var þegar Ása var tæplega 9 ára, bentu til greindar í háu meðallagi, en veikleika sem tengdust sjónrænni áttun, hljóðgrein- ingu, einbeitingu og úthaldi. Veikleikarnir leiddu samkvæmt greiningunni til sértækrar lesröskunar samkvæmt ICD-10-greiningar- viðmiðum, og höfðu einnig áhrif á leikni hennar í skrift og stafsetningu. Einnig voru nokkrar vísbendingar um athyglisbrest. Samkvæmt lestrargreiningu á Aston Index- prófi, sem lagt var fyrir hana um svipað leyti, greindist hún með dyslexíu sem ekki var skilgreind nánar. Ása hafði verið sein til máls og var send í talþjálfun hjá talmeinafræðingi vegna nefmælis og framburðargalla. Til að auðvelda henni lestur hafði hún fengið litaðar glærur og gleraugu með lituðu gleri. Kennslutímabil Kennt var einn klukkutíma í senn, þrisvar í viku að jafnaði, við stöðugar aðstæður heima hjá nemandanum. Kennslan stóð yfir í þrjú aðskilin tímabil. Hið fyrsta var 30 kennslustundir frá 12. september til 29. nóvember 2005. Næsta tímabil var 10 stundir frá 10. janúar til 7. febrúar 2006. Þriðja og síðasta tímabilið var 20 stundir frá 24. ágúst til 4. október 2006. Alls voru þetta 60 stundir í einkakennslu. Námsefni og próftexti Þar sem námsefni sem samið er eftir reglum beinna fyrirmæla hefur ekki verið gefið út á íslensku byggðist ákvörðun um það hvað Ása þyrfti að læra til að geta orðið læs annars vegar á áralangri reynslu og verkefnum ásamt efni úr óútgefnu handriti kennarans/greinarhöfundar, Læs í vor, og hins vegar á íslensku námsefni fyrir almenna lestrarkennslu byrjenda og sérkennslu (Helga Sigurjónsdóttir, 2002a; Rósa Eggertsdóttir, 1999). Einnig var stuðst við útgefnar leiðbeiningar um kennslu barna með lestrarörðugleika (Þorsteinn Sigurðsson, 2001) og kennslubækur í lestri á ensku sem samdar hafa verið til að kenna lestur með samsettri tækni beinna fyrirmæla og hnitmiðaðrar færniþjálfunar (Maloney, Brearley og Preece, 2001). Röð kennsluatriðanna var byggð á samtengjandi hljóðaaðferð ásamt reglum beinna fyrirmæla um rökrétta framvindu frá hinni smæstu efniseiningu upp í samsett verkefni. Kennsluefninu var skipt í þrjá meginstiga, 1. málhljóð og bókstafir, 2. atkvæði, einkvæð orð og orðleysur, og 3. fjölkvæð orð, samsett orð og heilar málsgreinar. Fjölmörg námsefnisþrep voru í hverjum stiga og hvert þeirra unnið Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.