Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 39
37
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
Ef staðan á 1. texta er borin saman við fyrsta
lestur á 2. texta er afkastaaukningin einnig nær
fjórföld, eða 3,97 föld (297%; 147:37). Lestur
á 3. texta mældist 140 atkvæði alls, þar af 137
rétt lesin atkvæði og þrjú röng. Ef sá lestur er
borinn saman við fyrsta lestur á 2. texta hefur
leshraðinn samkvæmt því að sama skapi hátt í
fjórfaldast, og var 3,7 faldur (270%; 137:37).
Lestur á 4. texta mældist 117 atkvæði alls, þar
af 113 rétt lesin og fjögur röng. Ef lesturinn er
borinn saman við fyrsta lestur á 2. texta hefur
leshraði rúmlega þrefaldast og er 3,2 faldur
(220%; 117:37). Í stuttu máli: Eftir 60 stunda
kennslu og sjö mánuðum eftir að kennslunni
lauk, og miðað við fyrsta lestur á 2. texta sem
var viðmiðunartextinn, höfðu afköst fjórfaldast
í lestri 1., 2. og 3. texta, og þrefaldast í lestri 4.
texta, jafnvel þótt samanburðartextarnir (1., 3.
og 4. texti) væru þyngri en viðmiðunartextinn.
Á 2., 3. og 4. mynd eru sýnd hröðunarkort
(sjá Guðríði Öddu Ragnarsdóttur, 2004, 2005
um nánari útskýringar á hröðunarkortum og
kvörðum) yfir raunfærni og afkastaaukningu
Ásu í hljóðrænum tækniæfingum með ein-
faldan og tvöfaldan samhljóða og óhljóðrétt
orð. Kortin eru skýr og augljós dæmi um
framfarir hennar í viðfangsefnum sem reynast
nemendum með dyslexíu sérstaklega erfið. Þau
varpa ljósi á þá kennslu og þjálfun sem liggur
að baki aukinni lesfærni hennar í samfelldum
textum og sýnd er á 1. mynd.
Dæmið á 2. mynd sýnir fjórar umferðir af
æfingu með hraðflettispilum í einni kennslu-
stund, þann 3. október 2005. Á aðra hlið hvers
spils (Rósa Eggertsdóttir, 1999) var skrifað
orð sem annaðhvort var með einföldum eða
tvöföldum innstæðum samhljóða, til dæmis
dalur eða dallur, vegur eða veggur. Á hinni
hliðinni var mynd af fyrirbærinu, þ.e. dal, dalli,
vegi eða vegg. Æfingin fólst í því að Ása fletti
spilunum eins hratt og hún gat í eina mínútu
og vann í gegnum skynjunar- og verkleiðina
sjá og segja orð/segja „orðflokk“. Hún sagði
orðið sem stóð á hverju spili og hvort það
1. mynd. Lestur fjögurra próftexta
Nemanda með dyslexíu kennt að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun