Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 53
51 Gróska og stöðnun í stærðfræðimenntun 1880–1970 Kristín Bjarnadóttir Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Hagnýtt gildi: Grein þessi getur sérstaklega nýst nemendum er stunda kennaranám og kennurum þeirra. Í greininni er leitast við að sýna fram á að ákvarðanir, sem virðast teknar að bestu manna yfirsýn og eiga að stuðla að jafnara og réttlátara þjóðfélagi á tilteknum sviðum, geta valdið stöðnun. Í ákvörðununum getur falist leið til að viðhalda því ástandi sem ætlunin var að breyta. Takmörkuð fjárframlög geta sett skorður fyrirkomulagi sem á að fela í sér þróunarmöguleika. Allar afdrifaríkar ákvarðanir þurfa að vera undir stöðugri endurskoðun svo að þær verði ekki að steinrunnum minnismerkjum um horfna tíma. Á árabilinu 1930–1966 ríkti stöðnun í stærðfræðimenntun fyrir almenning þrátt fyrir metnaðarfull fræðslulög, sett 1946. Í greininni eru færð rök fyrir því að innlendar ákvarðanir hafi átt mestan þátt í því að námsbækur og kennsla stöðnuðu í ákveðnu fari. Rædd eru þrjú veigamikil atriði: Aðgangur að Menntaskólanum í Reykjavík var takmarkaður á árabilinu 1928–1946. • Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð árið 1937 til að tryggja að allir nemendur barnaskólanna • fengju ókeypis skólabækur. Fræðslulögum árið 1946 fylgdi reglugerð um landspróf miðskóla til að tryggja jafnan • undirbúning og jöfn tækifæri unglinga til aðgangs að menntaskólunum. Ákvarðanirnar urðu til að takmarka framboð kennslubóka í stærðfræði fyrir barna- og unglingafræðsluna og einskorða það við tilteknar kennslubækur frá árunum 1920–1929. Færð verða rök fyrir þeirri tilgátu að ákvarðanirnar geti skýrt langvarandi stöðnun sem olli því að bylgjum alþjóðlegrar hreyfingar um nýstærðfræði var tekið af feginleik og með meiri væntingum en forsendur reyndust fyrir. Lög sem sett voru 1880 um uppfræðing barna í reikningi og fræðslulög, sett 1907, stuðluðu að grósku í útgáfu kennslubóka í stærðfræði. Á árabilinu 1930–1966 ríkti hins vegar stöðnun í stærðfræðimenntun á öllum skólastigum ef frá er talin stofnun Verkfræðideildar Háskóla Íslands eftir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Að nokkru leyti má kenna ytri aðstæðum um, svo sem nýfengnu fullveldi, heimskreppunni, síðari heimsstyrjöldinni sem lokaði hinum forna farvegi samskipta við Danmörku og gjaldeyrishöftum sem drógu úr erlendum samskiptum. Að öðru leyti áttu innlendar ákvarðanir sinn þátt í því að námsbækur og kennsla stöðnuðu í ákveðnu fari. Rædd verða þrjú veigamikil atriði: Takmörkun aðgangs nemenda að • Menntaskólanum í Reykjavík frá árinu 1928. Lög um Ríkisútgáfu námsbóka nr. • 82/1936. Reglugerð um landspróf miðskóla sem • fylgdi fræðslulögunum nr. 51/1947. Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 51–65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.