Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 59

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 59
57 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Gróska og stöðnun í stærðfræðimenntun 1880–1970 stærðfræði Reikningsbók eftir Ólaf Daníelsson, Algebru eftir Ólaf Daníelsson og Rúmfræði eftir Jul. Petersen (Gunnar M. Magnúss, 1946). Sigurkarl Stefánsson þýddi rúmfræðina árið 1943, en þá hafði bókin verið í notkun við Reykjavíkurskóla frá 1877. Eftir fyrsta árið var námsefnið minnkað í ýmsum greinum, m.a. í dönsku, og rúmfræði var felld niður (Einar Magnússon, 1975). Rúmfræðin varð fyrsta árs námsefni í Menntaskólanum í Reykjavík. Ekki er þess getið í Sögu Reykjavíkurskóla, sem hér er vitnað til, hvers vegna námsefnið var dregið saman en líklegt er að það hafi þótt of erfitt fyrir nemendur annarra skóla en menntaskólanna. Landsprófsnefndarmenn sömdu prófin en kennarar við Menntaskólann í Reykjavík voru hafðir með í ráðum. Skýrslur herma að árangur á landsprófi hafi verið allmiklu betri í menntaskólunum en öðrum skólum í fyrstu, enda var engin stofnun til sem bjó íslenska kennara undir kennslu í stærðfræði menntaskólanna eða erlendum tungumálum. Sökum reynsluleysis kennara og skorts á kennslubókum var nokkrum nemendum við héraðs- og gagnfræðaskólana til dæmis boðið að endurtaka prófið fyrsta árið (Bjarni Vilhjálmsson, 1952). Menntaskólarnir sýndu landsprófinu töluverða mótspyrnu. Þrátt fyrir hina miklu síu sem prófið varð vinsuðu menntaskólarnir nemendur óspart út á fyrsta ári, sérstaklega Menntaskólinn í Reykjavík (Benedikt Tómas- son, 1961; Matthías Jónasson, 1971). Aukin aðsókn skapaðist er landsprófið var tekið upp en aðgangstakmarkanir felldar niður og einnig síðar er kröfur almennings jukust um menntun fyrir alla. Hvort tveggja olli miklum þrengslum í skólunum sem seint rættist úr. Árin liðu. Námsefni til landsprófs var kynnt sem tilteknar blaðsíður í bókum (Bjarni Vilhjálmsson, 1952, bls. 23–29; 1959, bls. 110–111; 1963, bls. 112–115) og miðaðist í höfuðatriðum við námsefni MR samkvæmt reglugerð nr. 3/1937. Drög að námskrá litu fyrst dagsins ljós árið 1968 (Andri Ísaksson (ritstj.), 1968). Gefnar voru út Reikningsbók handa framhaldsskólum, 1. hefti eftir Benedikt Tómasson og Jón Á. Gissurarson (1953) og 2. hefti eftir Jón Á Gissurarson og Steinþór Guðmundsson (1950), og tvær aðrar með sama heiti eftir Kristin Gíslason (1962) og Gunngeir Pétursson og Kristin Gíslason (1963), en þær voru sniðnar eftir Reikningsbók Ólafs Daníelssonar; textinn var einfaldari og dæmin hæfðu betur ungmennum á síðari hluta tuttugustu aldar. Innihaldið var, eins og áður, brot, prósentureikningur, hlutföll, þríliða og jöfnur. Lengi virtist sem enginn hefði vald til að hrófla við landsprófinu. Landsprófsnefnd rak prófið að heiman úr stofum sínum. Þótt nefndin hafi haft vald til að breyta prófinu varð að taka tillit til ætlaðra krafna menntaskólanna og vekja ekki með nemendum óraunhæfar vonir (Bjarni Vilhjálmsson, 1965). Átti það raunar við um allar námsgreinar. Nýir straumar Guðmundur Arnlaugsson og Björn Bjarnason komu heim frá námi í stærðfræði í Danmörku í lok heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Ólafur Daníelsson hafði mótað námsefni Mennta- skólans í Reykjavík í stærðfræði í samræmi við lög um danska menntaskóla frá 1903 og reglugerðir þar að lútandi, en reglugerð um stærðfræðideild var fyrst færð í letur á íslensku árið 1937 (Reglugerð fyrir Menntaskólann í Reykjavík, nr. 3/1937). Reglugerðir voru að mestu óbreyttar enn í Danmörku en námsbækur höfðu breyst (Hansen o.fl., 2008) og þeir Guðmundur og Björn hófust fljótlega handa um að endurnýja námsefni Menntaskólans í Reykjavík (Sjá t.d. Pálma Hannesson, 1947– 1955). Þegar leið fram um 1960 tóku að berast fregnir af umræðum um breytingar á stærð- fræðikennslu, bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu, sér í lagi eftir fund sem haldinn var í Royaumont í Frakklandi í nóvember 1959 (OEEC, 1961; Kristín Bjarnadóttir, 2006, 2007). Björn Bjarnason sótti fund um þetta efni í Aþenu í nóvember árið 1961. Guðmundur Arnlaugsson (1961) kynnti sér og ritaði um breytingar á námsskipan í dönskum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.