Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 69

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 69
67 Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara Kristín Valsdóttir Listaháskóla Íslands Rannsóknin1 sem hér er til umfjöllunar var gerð veturinn 2005-2006. Hún beindist að tón- menntakennurum sem vegnar vel í starfi, líðan þeirra, viðhorfum til tónlistar og starfsumhverfi þeirra. Tekin voru viðtöl við níu starfandi tónmenntakennara á höfuðborgarsvæðinu og sérstök áhersla var lögð á þeirra eigin sýn á hlutverk sitt í grunnskólanum og hvernig þeir mótuðust í starfi. Við greiningu var m.a. stuðst við líkan sem Christer Bouij, prófessor við háskólann í Örebro, setti fram eftir viðamikla rannsókn á hlutverkavitund nýútskrifaðra tónlistarkennara í Svíþjóð. Rannsóknin leiðir í ljós að viðmælendum hefur tekist að tvinna saman hlutverk sitt sem tónlistar- manns og grunnskólakennara með sterka fagvitund og metnað í starfi. Þeir telja stuðning skólastjóra og samverkafólks ásamt góðri starfsaðstöðu hafa grundvallaráhrif á vellíðan og starfsúthald. Þeir setja fram skýra sýn og kröfur um aðbúnað og tilhögun tónmenntakennslu sinnar en ákveðnar mótsagnir koma hins vegar fram í afstöðu þeirra til námskrárinnar. Þó að þátttakendur í þessari rannsókn fari ólíkar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár er afstaða þeirra til kennslu og hlutverks síns sem tónmenntakennara í grundvallaratriðum sú sama; að tónmennt í grunnskóla eigi að vera vettvangur þar sem nemendur eru virkir þátttakendur og læri með eigin tónlistariðkun en ekki einungis um tónlist. Ein meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að góð fagþekking, bæði sem kennara og tónlistarmanns, er forsenda þess að tónmenntakennarar geti mótað sér skýra vitund um hlutverk sitt í skólasamfélaginu. Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 67–83 Í erindi sem Andri Ísaksson hélt á ráðstefnu árið 1983 og bar yfirskriftina Gildi list- og verkgreina í uppeldi greindi hann þrjár meginástæður fyrir því að list- og verkgreinar voru á þeim tíma taldar í vanda staddar. Í fyrsta lagi væri þörf á róttækum breytingum á markmiðum og námsefni og auka þyrfti fjölbreytni innan grunnskólans. Einnig yrði þjóðfélagið að sýna að það mæti hæfni og þroska einstaklinga bæði á sviði list- og verkgreina. Þriðja atriðið laut að skorti á kennurum og aðstöðu til kennslu. Andri benti á að eina leiðin til að leysa þann vanda væri að gera gangskör að umbótum í menntun listgreinakennara og laða kennaranemendur að þeim greinum (Andri Ísaksson, 1983). Hagnýtt gildi: Í greininni er varpað ljósi á hlutverka- og fagvitund starfandi tónmenntakennara sem vegnar vel í starfi og á starfshugmyndir þeirra og mat á eigin mótun og menntun. Eru það mikilvægar upplýsingar í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á kennaramenntun síðustu ár, m.a með lengingu kennarnáms. Mikilvægið liggur ekki síður í því að skortur hefur verið á menntuðum tónmenntakennurum til starfa og töluvert hefur vantað upp á að grunnskólar geti mannað stöður. Niðurstöðurnar hafa hagnýtt gildi fyrir þá sem standa að menntun verðandi tónmenntakennara og skólayfirvöld sem skapa vinnuumhverfið sem þeir starfa í. 1 Rannsóknin var unnin sem meistaraprófsverkefni til M.ed.-gráðu í menntunarfræðum við Kennaraháskóla Íslands. Leiðbeinendur voru dr. Ingvar Sigurgeirsson og dr. Rober Faulkner.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.