Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 71
69
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara
sínu eða starfi, og hæfni (e. competence), þ.e.
hvaða kröfur einstaklingurinn telur gerðar til
sín í námi sínu eða starfi.
Með hliðsjón af þeim menntunarleiðum
sem í boði eru og þeim hlutverkum sem
kennaraneminn mátar sig við setti Bouij (1998,
2004) fram eftirfarandi líkan sem hluta af
niðurstöðum rannsóknar sinnar:
Efri hluti líkansins vísar til þeirra sem
kjósa víðtæka menntun í tónlist og hugsanlega
fleiri (list)greinum, en neðri hlutinn vísar til
þeirra sem sækjast eftir því að geta einbeitt
sér að afmörkuðu sviði tónlistar eða að eigin
hljóðfæri. Sjálfsmynd kennara og nemenda,
sjálfsvitund þeirra, mótun í tónlistarnámi og
afstaða til menntunar virðist ráða mestu um
hvar nemendur og síðar kennarar staðsetja
markmið sín og hlutverk á lóðrétta og lárétta
ásnum. Þegar nemendur eru komnir vel
á veg í námi á hljóðfæri sitt telja margir
þeirra eftirsóknarverðasta kostinn að verða
tónlistarflytjandi. Í menningu okkar er hann
líka sýnilegastur í samfélaginu og e.t.v. mest
metinn af skoðanamyndandi hópum. Sá sem
hefur sértæka tónlistarmenntun hallast þá frekar
að því sem á líkaninu er skilgreint sem fag- eða
inntaksmiðaður kennari og nálgast kennsluna
fyrst og fremst sem fagmaður í tónlist.
Kennsluaðferðir hans miðast þá aðallega við
framfarir á hljóðfæri eða eru tengdar faginu, en
nemandinn sem persóna eða aðstæður hans eru
ekki í forgrunni. Nemendamiðaði kennarinn er
samkvæmt þessum skilgreiningum sá sem vill
einbeita sér að uppeldi og heildarmótun barna.
Hann nálgast starf sitt ekki eingöngu út frá
tónlist heldur lítur á hana sem mikilvægan og
órjúfanlegan þátt í uppeldi barna (Bouij, 1998,
2004). Vissulega er líkan af þessu tagi töluverð
einföldun á þeim flóknu hugtökum sem fag-
og hlutverkavitund eru, en það greinir ákveðna
grunnþætti í mótunarferlinu. Nemendur og
kennarar eru hins vegar ekki fastir á einum
stað á líkaninu fyrir lífstíð. Staðsetningin tekur
sífelldum breytingum fyrir tilstilli innri og ytri
áhrifa sem einstaklingurinn verður fyrir.
Hlutverkavitund hvers einstaklings mótast
1. mynd. Hlutverkavitund tónlistarmannsins − kennarans
Ahliða
tónlistarmaður
Nemendamiðaður
kennari
Fag/inntaksmiðaður
kennari
Hlutverkavitund
sem kennari
Hlutverkavitund
sem tónlistarmaður
Tónlistarflytjandi
Sértæk tónlistarþekking
Víðtæk tónlistarþekking