Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 72
70
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
af víxlverkun þriggja þátta sem geta vegið
misþungt og innbyrðis vægi þeirra getur breyst
eftir aðstæðum. Þessir þættir eru:
Það sem einstaklingurinn þarf að hafa 1.
á valdi sínu, þ.e. starfshæfni hans.
Félags- og menningarlegar væntingar 2.
til einstaklingsins í ákveðinni stöðu.
Það sem einstaklingurinn sjálfur telur 3.
eftirsóknarvert og hentugt (Bouij,
1998).
Hlutverkavitund einstaklinga í starfi er
þannig nátengd fagmennsku og þróun fag-
vitundar.
Grundvallarhugmyndin á bak við fag-
mennsku er að tiltekið starf sé svo sérhæft að
sá sem á að vinna það þurfi að vera sérstaklega
þjálfaður og menntaður til verksins. Jafnframt
felst í hugmyndinni að starfið sé ekki á allra
færi (Freidson, 2001). Ragnhildur Bjarnadóttir
fjallar um fagvitund í bók sinni Leiðsögn –
liður í starfsmenntun kennara og gengur þar út
frá víðri skilgreiningu, þ.e. að fagvitund sé það
hvernig kennarinn upplifir starf sitt og sjálfan
sig sem starfsmann:
Fagvitund kennara birtist í því að
kennaranum finnst hann kunna til verka.
Hann veit hvað hann vill gera í starfinu
og hvers vegna, en er samt gagnrýninn
og víðsýnn, tilbúinn að læra af öðrum og
endurskoða eigin starfshætti og viðhorf.
Honum finnst starfið merkilegt og hann
virðir sérhvern nemanda sinn og ber hag
hans fyrir brjósti (Ragnhildur Bjarnadóttir,
1993, bls. 67).
Hugtökin hlutverkavitund og fagvitund
skarast nokkuð samkvæmt þessari skil-
greiningu. Á 2. mynd er sýnd tenging á milli
hlutverka- og fagvitundar út frá skilgrein-
ingum Bouij (1998, 2004) og Ragnhildar
Bjarnadóttur (1993). Svæðin þar sem hring-
irnir skarast sýna það sem mótar fag- og
hlutverkavitund einstaklings á tilteknum tíma.
Hringirnir geta hins vegar færst til eftir því
hvernig áherslur breytast hjá einstaklingnum
(kennaranum).
Áherslubreytingar og þróun þessarar
skörunar verða til fyrir ýmis innri og ytri áhrif.
Miklar þjóðfélagshræringar, sem vissulega
birtast í skólamálum alla síðustu öld, hafa
m.a. valdið því að skilgreining á starfi og
Kristín Valsdóttir
2. mynd. Hlutverka- og fagvitund kennara
Hæfni. Hvað þarf
kennari að hafa á
valdi sínu.
Verkefnið sjálft.
Hvað kýs
viðkomandi að
leggja í það?
Félags- og menn-
ingalega tengdar
væntingar.