Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 81

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 81
79 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 að menntun þeirra sé einnig víðtæk. 3. mynd sýnir ummæli viðmælanda sem hefur bæði víðtæka og sértæka menntun. Það að viðmælendur skilgreini sig fyrst og fremst sem fagkennara tengist óneitan- lega skilgreiningu Bouij (1998, 2004) á fag- og innihaldsmiðuðum kennara en vinnu- brögð þeirra og viðhorf endurspegla hins vegar í öllum tilvikum skilgreiningar hans á hinum nemendamiðaða kennara. Starfshættir viðmælenda minna eru greinilega nemenda- miðaðir. Þetta eru kennarar sem hafa heild- arhagsmuni nemenda í huga, ekki einungis út frá sinni námsgrein, og stefna að því að þroska þá sem persónur með og í gegnum tónlist. Þó að líkan Bouij gefi ákveðnar vísbendingar sést vel á þessu yfirliti hve skammt það dugar til að lýsa viðmælendum mínum. Styrkleikar þeirra sem kennara liggja m.a. í því hversu fjölbreytta menntun og starfsreynslu þeir hafa og það opnar þeim sveigjanlega og hugsanlega fjölþætta hlutverkavitund. Umræða Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar í þeim tilgangi að skilgreina góðan kennara. Hann verður ekki svo auðveldlega skilgreindur því að til eru ólíkir kennarar sem með mismunandi áherslum ná svipuðum árangri með nemendum sínum (Cruickshank og Haefele, 2001). Metnaðarfullir kennarar koma oft ótrúlega miklu til leiðar, einfaldlega vegna þess að þeir gera miklar kröfur til sjálfra sín og gefast ekki upp. Slíkir kennarar geta verið gulls ígildi fyrir skóla. Þeir eru tilbúnir að taka skynsamlega áhættu, takast á við ný verkefni og axla ábyrgð á athöfnum sínum og starfi (Sergiovanni og Starratt, 1983). Allt þetta á við um viðmælendurna í þessari rannsókn og það leggur grunninn að farsælu starfi þeirra. Þeir líta fyrst og fremst á sig sem fagkennara í tónlist og taka ábyrgð á menningarmótun og tónlistarstarfi innan skólanna. Að þeirra mati er stuðningur skólastjóra og samverkafólks ásamt góðri vinnuaðstöðu mikilvægustu þættirnir í vellíðan og úthaldi tónmenntakennara. Þegar horft er til þess að skólastjóri hefur vald til þess að fækka eða fjölga kennslustundum í tónmennt eftir því sem hann telur æskilegt (sbr. Menntamálaráðuneytið, 1999) kemur sú skoðun ekki á óvart. Viðmælendur setja fram skýra sýn og kröfur aðbúnað sem þeir þurfa og tilhögun tónmenntakennslu sinnar. Það kallar fram jákvæð viðbrögð og stuðning skólastjóra og nánasta umhverfis. Samskiptin og stuðningurinn eru þannig gagnvirk. Viðmælendurnir vinna markvisst að verk- efnum með nemendum sínum sem lýkur með tónleikum, sýningu eða kynningu fyrir foreldra eða aðra, og eru þannig trúir bæði eigin gildum og eðli tónlistarinnar. Með þessu móti ná þeir einnig til samfélagsins, gera starf sitt sýnilegt og sækja þannig stuðning frá foreldrum og samfélaginu í heild. Þeir eru metnaðarfullir og stoltir af starfi sínu en hafa áhyggjur af því að sérhæfing kennara innan grunnskólans sé of lítils metin því að hún sé mikilvæg fyrir lifandi og skemmtilegt skólastarf. Í heildina má því segja að þeir séu farsælir samkvæmt skilgreiningu í Íslenskri orðabók þar sem farsæll er sá; „sem farnast vel, lifir í sátt við aðstæður sínar [...]“ (Íslensk orðabók, 2002, bls. 306). Ákveðnar mótsagnir koma fram í afstöðu viðmælenda til námskrárinnar. Um leið og þeir njóta svigrúmsins sem hún gefur og telja það grundvöll vellíðunar í starfi, hafa þeir áhyggjur af því að sveigjanleikinn geti haft neikvæð áhrif á stöðu tónlistar innan grunnskólans. Þó að þátttakendur í þessari rannsókn fari ólíkar leiðir til að ná markmiðum Aðalnám- skrár er afstaða þeirra til kennslu og hlutverks síns sem tónmenntakennara í grundvallaratriðum sú sama; að tónmennt í grunnskóla eigi að vera vettvangur þar sem nemendur séu virkir þátttakendur og læri með eigin tónlistariðkun en ekki einungis um tónlist. Ein meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að góð fagþekking tónmenntakennaranna, bæði sem kennara og tónlistarmanna, er forsenda þess að þeir nái að móta sér skýra vitund um hlutverk sitt í skólasamfélaginu. Þegar kennararnir hafa öðlast skýra hlut- verkavitund sem kennarar í skólastarfi móta Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.