Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 82
80
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
þeir sér fagvitund út frá eigin forsendum,
sem tónlistarmenn og kennarar. Samþætt
hlutverkavitund kennarans og tónlistarmannsins
– hvor sem er í forgrunni – virðist því lykillinn
að farsælu starfi tónmenntakennara. Er sú
niðurstaða í andstöðu við líkan Bouij (1998,
2004) þar sem þessi tvö hlutverk eru sett fram
sem andstæður.
Út frá þessari meginniðurstöðu virðist
mikilvægt að nálgast tónmenntakennaranema
á þessum forsendum: að efla kennarann í
tónlistarmönnunum og tónlistarmanninn í
kennurunum. Tilvonandi tónmenntakennurum
standa nú a.m.k. tvær námsleiðir til boða hér á
landi. Reikna má með að þeir sem í grunninn
eru tónlistarmenn fari í gegnum Listaháskóla
Íslands, en aðrir kjósi frekar að stunda nám
við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (áður
Kennaraháskóla Íslands).
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar
á námi tónmenntakennara hér á landi frá
síðustu aldamótum. Í lögum stendur að kenna
skuli tónmennt í grunnskólum og gert er
ráð fyrir sérmenntuðum kennurum í þeirri
grein. Kennaranámið – skipulag þess og
þeir tónmenntakennarar sem það skilar út
í samfélagið – hlýtur að vera nauðsynlegur
hlekkur milli settra laga og framkvæmdar.
Miðað við þá viðbótarmenntun sem við-
mælendur mínir hafa, og þeir líta á sem
grundvallaratriði í starfshæfni sinni, virðist sú
lenging kennaranáms við Menntavísindasvið
HÍ sem nú hefur verið ákveðin mikilvæg. Þó
einungis þannig að hún verði þá að stórum
hluta nýtt til sérhæfingar í tónlist. Hvað
varðar menntun tónmenntakennara við aðrar
stofnanir, þá hefur einnig verið ákveðið í
LHÍ að lengja kennaranám við skólann úr
einu ári í tvö og útskrifa nemendur með
M.A.-gráðu í listkennslu. Nemendur LHÍ
hafa lokið B.A.-gráðu í listgrein sinni er þeir
hefja kennaranám og eru þannig með mikla
tónlistarmenntun. Viðbótarmenntunin snýst því
mest um kennslufræðilega þætti starfsins.
En er það nám sem snýr að kennslu í grein-
inni nægilegt til að skapa nemendum haldbæran
grunn þegar í grunnskólann kemur? Því verður
eðlilega ekki svarað hér, en hvatning Andra
Ísakssonar frá 1983 er enn í fullu gildi, þ.e. að
gera þurfi gangskör að umbótum í menntun
listgreinakennara og laða fleiri nemendur að
þeim greinum, ef vilji er til að fara að lögum.
Abstract
The role identity and working conditions of
successful mainstream school music teachers
Identities in music and musical identities cover
what social, musical and cultural ideas and
factors influence how young people define
themselves in and with music and music
making. This includes the “referent others”
involved, such as parents, peers and music
teachers (Hargreaves, 2000). In music education
programs, the focus is generally both on the
music itself or a special instrument, and on
teaching methods and theories in education.
This offers students potential admission into
two worlds – the world of music and the world
of teaching.
A musician’s decision to make a career
in teaching can precipitate conflicts in
professional and personal identity making:
“Am I a musician or a teacher?” The change
of ideas on teaching, from the traditional
teacher-centred to student-centred conception,
influences the teacher’s role in general and may
affect the teacher’s perception of his role and
professional identity. Those who enter music
education programs have usually spent many
years studying music and/or an instrument.
According to Bouij (1998, 2004) role identity
is a mixture of:
actual expectations (the level of •
competence)
social and cultural expectations of a •
person in a particular position
what the individual finds desirable •
and suitable in a particular position
The connections and relations between these
factors determine what kind of identity the
musician/music teacher assumes.
This study was concerned with the views of
Kristín Valsdóttir