Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 87
85 náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni 1 Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson Háskóla Íslands Árið 2005 voru kennsluaðstæður fimm náttúrufræðikennara á grunnskólastigi rannsakaðar með það að leiðarljósi að kanna faglega sýn þeirra á nám og kennslu annars vegar og hvernig þeir nýttu sér upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu hins vegar. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum úr síðari hlutanum, þ.e. notkun upplýsinga- og samskiptatækni, en áður hefur verið fjallað um fyrri hlutann í þessu tímariti. Með hliðsjón af sérstöðu náttúruvísinda má nýta kosti upplýsinga- og samskiptatækni á margvíslegan hátt við nám og kennslu greinarinnar, meðal annars við gagnaöflun, mælingar, úrvinnslu gagna, útreikninga og margmiðlun af ýmsu tagi, auk þess sem sýnt hefur verið fram á kosti slíkrar tækni í nemendamiðuðu námi þar sem tekið er mið af hugmyndum hugsmíði hyggju. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að notkun upplýsinga- og samskiptatækni er margbreytileg og virðist í samræmi við starfskenningu hvers þátttakanda, samanber fyrri greinina. Jafnframt má greina áhrif frá sérstöðu faggreinarinnar sem slíkrar en í minna mæli. Viðhorf og orðræða flestra einkenndust af nemendamiðuðu skipulagi og fjölbreytilegri notkun stafrænnar tækni en slíkt skipulag birtist hins vegar ekki alltaf í raun þegar kom að framkvæmd, hugsanlega vegna aðstæðna sem kennarar réðu misvel við sjálfir. Í þessari rannsókn var sjónum beint að því hvernig stafræn tækni væri nýtt við nám og kennslu náttúruvísinda. Með stafrænni tækni er hér átt við upplýsinga- og samskiptatækni, sem verður hér eftir táknuð með skammstöfuninni UST, samanber ensku skammstöfunina ICT (Information and communication technology). Hin stafræna tækni, sem hér er til umfjöllunar, birtist okkur í þremur myndum. Í fyrsta lagi birtist hún sem vélbúnaður eins og tölvur, skjá- varpar og önnur tól; í öðru lagi sem hugbún- aður eins og forrit og margmiðlunarbúnaður og í þriðja lagi upplýsingakerfi eða samskiptakerfi eins og tölvunet skóla og Netið. Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 85–106 Hagnýtt gildi: Í fjölda ára hafa sérfræðingar í skólamálum leitað leiða til að nýta upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi og þessi þáttur í rekstri skóla hefur víða fengið sérstakan forgang í stefnumörkun og áætlunum. Af ársskýrslum og starfsáætlunum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 2000–2005 má til dæmis ráða að skólamálayfirvöld þar hafi gert metnaðarfulla áætlun til fimm ára um þróun tölvu- og upplýsingatækni í skólum borgarinnar. Miklu var kostað til og margir aðilar lögðu þar hönd á plóg, bæði sérfræðingar innan skólanna og utan. En eitt er að gera áætlanir og kosta til kaupa á hug- og vélbúnaði, annað er að innleiða hina nýju tækni í daglegt skólastarf. Í ljósi þeirrar umræðu sem víða hefur farið fram um vanda við innleiðingu upplýsinga- og tölvutækni í skólastarf telja höfundar þessarar rannsóknar brýnt að varpa ljósi á stöðu hennar í námsgrein eins og náttúrufræði, sem ætti eðli sínu samkvæmt að hafa margvísleg not af slíkri tækni. Skoða þarf stöðu upplýsinga- og samskiptatækni með hliðsjón af ákvæðum aðalnámskrár og ýmsum hefðum og skipulagi skólastarfs sem hugsanlega hindra eðlilega notkun tækninnar. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að gagnast rannsakendum, stefnumótendum, kennurum og kennaramenntunarstofnunum við að átta sig á hugsanlegum vandamálum eða hindrunum sem fylgja tilraunum til að nota upplýsinga- og samskiptatækni í þágu náms og kennslu. 1 Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Kennaraháskóla Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.