Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 89

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 89
87 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni viðhorf þeirra og skilning á eðli fræðasviðsins og hlutverki þess innan nútímasamfélags (Menntamálaráðuneytið, 1999a). Við lok síðustu aldar tók einnig gildi sérstök námskrá á sviði UST, Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt (Menntamálaráðuneytið, 1999b). Innihald hennar skiptist á þrjú námssvið, sem nefndust hönnun og smíði, nýsköpun og hagnýting þekkingar og upplýsingamennt. Þar voru einnig sett fram almenn markmið um tölvulæsi nemenda sem skyldu fléttuð inn í kennslu og nám allra námsgreina grunnskólans. Af ákvæði þar um tölvunotkun í grunnskólum má ljóst vera að þá var gert ráð fyrir notkun UST í öllu námi: Beiting upplýsingatækni og tölvunotkun er verklag sem setur svip sinn á allar greinar þjóðlífsins. Það er því nauðsynlegt að slík tækni og slíkar vinnuaðferðir skipi viðeigandi sess í grunnskólanum. Kennsla og nám á öllum námssviðum skólans þarf að taka mið af því. (Menntamálaráðuneytið, 1999b, bls. 10) Markmið rannsóknarinnar, sem hér er lýst, var tvíþætt. Annars vegar voru hugmyndir kennar- anna fimm um nám og kennslu í náttúruvísindum kannaðar og hvernig fagvitund þeirra birtist með hliðsjón af sérstöðu náttúruvísinda sem námsgreinar (Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson, 2007). Hins vegar var markmiðið að grafast fyrir um notkun þeirra á UST í náttúrufræðikennslu sinni og þá sérstöðu sem náttúruvísindi hefðu hvað það varðaði. Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar bentu til þess að ákveðin spenna ríkti meðal kennaranna sem stafaði af því að þeir urðu að fylgja áætlun og komast yfir námsefnið og um leið að reyna að taka mið af ólíkum forsendum nemenda til að takast á við efnið og leggja áherslu á þau vinnubrögð og færni, sem einkenndu náttúruvísindanám. Sú skoðun kom sterkt fram hjá þátttakendum að ekki væri nægilegt svigrúm fyrir gagnrýna orðræðu, verklegt nám, mælingar og athuganir, sem telja mætti aðalsmerki náttúruvísinda sem námsgreinar. Kveikjan að rannsókninni var meðal annars nálgun og niðurstaða úr nokkrum stærri rannsóknarverkefnum í Bretlandi á notkun UST í skólastarfi (John og Sutherland, 2004). Því hefur lengi verið haldið fram að sérstök menning eða hefð fylgi námi og kennslu hverrar námsgreinar (sbr. subject-specific practice) (Lederman, 2001; Shulman, 1987). Samstarfsverkefni háskóla og skóla voru sett upp til að rannsaka þetta. Þar var athyglinni beint að völdum námsgreinum og hefðum innan þeirra. Í okkar rannsókn var reynt að kanna hvort greina mætti slíkt mynstur í náttúrufræðikennslu meðal viðmælenda eða hvort leiða mætti að því rök að hver kennari hefði sína eigin starfskenningu (sbr. Ragnhildi Bjarnadóttur, 1993) og að kennsla viðkomandi kennara mótaðist af henni fremur en sérstakri menningu eða hefð greinarinnar. Hér er greint frá þessum þætti rann- sóknarinnar, þ.e. hvernig kennararnir fimm notuðu UST í náttúrufræðikennslu sinni og um leið hvað réði þar ferðinni, þ.e. að hvaða marki sérstaða greinarinnar réði ferðinni og að hvaða marki eigin starfskenning hvers þátttakanda og fagleg sýn hefðu áhrif. Við gagnagreiningu og úrvinnslu niðurstaðna var tekið mið af líkani Peters Twining (2002), er hann nefndi Computer Practice Framework (CPF), hugmyndum Newtons og Rogers (2003) um notkun UST í náttúrufræðikennslu og líkani Baggot La Velle, McFarlane og Brawns (2003) um nýtingu UST í náttúrufræðikennslu með tilliti til vinnubragða og færni við að afla þekkingar og vinna úr upplýsingum. Rannsóknir á notkun UST í náttúru- fræðinámi Judith Bennett (2003) dró saman nokkur mikilvæg atriði sem lesa mætti úr nýlegum rannsóknum á notkun UST í náttúruvís- indamenntun. Af þeim mátti draga þá ályktun að mikilvægasti hlekkurinn í skipulagi náms með áherslu á notkun UST væri kennarinn og sú starfskenning sem einkenndi kennslu hans eða hennar. Til að UST yrði snar þáttur í kennslunni nægðu ekki hefðbundin símenntunarnámskeið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.