Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 92

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 92
90 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Námsgagnastofnun eða einstaka styrkjasjóði og gefur ekki svigrúm fyrir stór verkefni eða átök (Allyson Macdonald, 2008). Framkvæmd rannsóknarinnar Í þessari rannsókn var kannað hvernig fimm náttúrufræðikennarar á grunnskólastigi notuðu upplýsinga- og samskiptatækni í náttúrufræði- kennslu sinni, hvers eðlis notkunin væri og hvort hún helgaðist af menningu og hefðum faggreinarinnar eða starfskenningu hvers og eins. Tekin voru 50–60 mínútna viðtöl við kennarana fimm, tvær konur og þrjá karla, í starfsumhverfi hvers og eins, og einnig var fylgst með kennslu hjá þeim. Öll störfuðu þau eða höfðu starfað sem fagkennarar í náttúru- vísindum á miðstigi og unglingastigi grunnskóla. Um var að ræða markmiðsúrtak þátttakenda (sbr. purposive sampling, McMillan, 2008), vegna sérþekkingar þeirra eða menntunar sem kennara í náttúruvísindum og einnig reynslu af slíkri kennslu. Fyrsti viðmælandinn var valinn því að hann er vel þekktur fyrir athyglisvert skipulag náms og kennslu og er með sérmenntun í kennslu náttúruvísinda. Hann benti á tvo næstu viðmælendur sem áhugaverða kennara og loks voru tveir til viðbótar valdir með tilliti til kyns, menntunar og breiðrar kennslureynslu, enda höfðu rannsakendur haft spurnir af þeim öllum sem reyndum og framsæknum kennurum í náttúruvísindum. Fjórir kenndu einkum á unglingastigi og að hluta á miðstigi, en einn að mestu á miðstigi. Gagnasöfnun fór fram í kennslustofum þátttakenda; höfð voru við þá hálfstöðluð viðtöl og fylgst var með kennslu. Viðtal getur tekið á sig margvíslegar myndir, allt eftir því hver tilgangur rannsóknarinnar er og fræðilegt sjónarhorn (Brenner, 2006). Annars vegar getur þetta verið viðtal sem er byggt á afleiðsluaðferð (deductive approach), þar sem hlutlægra gagna er jafnan aflað með megindlegri aðferð. Hins vegar er hægt að beita aðleiðsluaðferð (inductive approach) þar sem í raun á sér stað samtal fremur en viðtal, það er opið, stýring er tiltölulega lítil og ekki fyrirfram gefið hvert samtalið leiðir rannsakanda og þátttakanda. Hér var farin ein algengasta leiðin í þessum efnum (McMillan, 2008), þ.e. viðtalsramminn var hálfstaðlaður (semistructured). Gagnasöfnun og úrvinnsla einkenndist fyrst og fremst af eigindlegri aðferð. Spurningar voru opnar en samt stuðst við skýran samtalsramma sem reynt var að fylgja. Í hálfstöðluðum viðtölum er megináhersla lögð á að fylgja ákveðnum þræði. Kvale (1996) lýsir slíku fyrirkomulagi sem röð af þemum (sequence of themes) sem þurfi að gera skil í samtalinu en um leið að gefa möguleika á sveigjanleika, breyta röð þemanna sé þess þörf og að spyrja nánar um sum atriði, fylgja eftir og skýra nánar með hliðsjón af samhengi og séraðstæðum. Í þessari rannsókn voru slík vinnubrögð viðhöfð. Viðtölin fóru fram á tilteknum tíma sem valinn var í samráði við þátttakendur. Rannsakendur komu síðan á vettvang aftur og fengu að fylgjast með náttúrufræðikennslu hvers þátttakanda. Í lok vettvangsathugunar var aftur rætt stuttlega við þátttakendur með það að markmiði að skýra hluti og setja í samhengi. Það á við flestar þátttökuathuganir að rannsakendur koma ókunnugir inn í framandi umhverfi og þurfa að leggja sig alla fram um að skilja samhengi hlutanna, siði, venjur, samskiptareglur og önnur sértæk fyrirbæri viðkomandi menningar (Anderson-Levitt, 2006). Hin dulda námskrá, siðir og venjur birtust með ólíkum hætti í skólunum fimm, hjá nemendum, kennurum og öðrum sem komu við sögu. Kennsluhættir, samskiptamynstur, hegðun og skipulag umhverfis báru merki um ólíka skólamenningu. Greining gagna Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð og vett- vangsnótur skráðar með ítarlegum upplýs- ingum um aðstæður kennaranna fimm og gögnin greind með hliðsjón af heildar- samhengi. Við greiningu gagnanna var fylgt viðteknum vinnubrögðum við greiningu eigindlegra gagna, þ.e. þau voru skoðuð og túlkuð í ljósi þess sem þátttakendur sögðu og gerðu (sbr. emic perspective, Banks, 2006) og Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.