Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 93

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 93
91 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 reynt að rýna í merkingu þess sem þar kom fram. Í gögnunum var leitað að mikilvægum túlkunum og þær prófaðar og endurskoðaðar eftir því sem þörf krafði með því að bera saman þætti eða þemu. Þannig reyndu rannsakendur að finna gilda eða réttmæta merkingu þess sem kom fram (sbr. Kvale, 1996). Kvale talar um túlkunarfræðilega greiningu sem hringferli (hermeneutical circle) sem gæti verið endalaust ef því væri að skipta (1996). Þannig var reynt að skoða tengsl milli þess sem viðmælendur sögðu annars vegar og þess sem þeir sýndu í framkvæmd hins vegar, innbyrðis samhengi og hugsanlegar mótsagnir. Við flokkun gagnanna var leitað stuðnings og viðmiða á þremur stöðum. Í fyrsta lagi var stuðst við líkan Peters Twining um tölvunotkun (Computer Practice Framework), sem verður hér eftir nefnt CPF-líkan Twinings (2002). Það er byggt á þremur grundvallarspurningum um birtingu tölvunotkunar í skólastarfi, þ.e. í hve miklum mæli UST er notuð (quantity dimension), með hvaða hætti (focus dimension) og loks í hvaða tilgangi, sem merkir í raun að hvaða marki UST hefur áhrif á inntak og aðferðir náms og kennslu (mode dimension). Í greiningu okkar var fyrst og fremst horft á það síðastnefnda, enda gerir Twining því sérstaklega hátt undir höfði með eftirfarandi þríflokkun á áhrifum UST-notkunar: Stuðningur (• support): Um er að ræða sama inntak og í hefðbundinni kennslu, en fljótvirkari og sjálfvirkari námsaðferðir. Lítil sem engin breyt- ing á innihaldi og skipulagi náms og kennslu að öðru leyti. Útvíkkun eða viðbót (• extension): Einhverjar breytingar á inntaki og/ eða aðferðum frá því sem gerist í hefðbundinni kennslu án UST. En samt væri hægt að ná sömu markmiðum án UST. Umbreyting (• transformation): Breytt inntak og/eða aðferðir. Sömu mark- miðum væri ekki hægt að ná án UST. Auk CPF-líkans Twinings var tekið mið af hugmyndum Newtons og Rogers (2003) um tvíþætta nýtingu UST. Newton og Rogers tilgreina tvenns konar tilgang UST með vísan í eðli upplýsinga- og samskiptatækni, þ.e. annars vegar það að nýta sértæka kosti tölvunnar, t.d. töflureikna við gagnaskráningu, fljótvirka útreikninga og úrvinnslu og túlkun á niðurstöðum og hins vegar að nota UST sem tækifæri til að kafa dýpra í viðfangsefni, afla sér upplýsinga, fjalla gagnrýnið um þær, skapa, endurskoða og miðla. Í því sambandi má lýsa námsathöfnum nemenda með mismunandi hætti þar sem þeir geta verið allt í senn móttakendur upplýsinga og gagna (receivers), rannsakendur (explorers), skaparar (creators) eða endurskoðendur (revisers). Loks var tekið mið af rannsóknum Baggott La Velle og félaga (2003) á notkun upplýsingatækni til að efla þekkingu og verklag nemenda. Náttúruvísindanám felst í því að læra um efnisþætti og inntak (substantive knowledge) annars vegar og hins vegar að temja sér eins konar „verklagsreglur“, vinnubrögð og færni við að meta þekkingu, afla hennar og vinna úr gögnum og upplýsingum (procedural knowledge). Baggott La Velle og félagar (2003), einnig Watson (2000) og Bennett (2003), benda á að notkun UST geti hæglega virkað sem stuðningur við hvort tveggja, þ.e. við hugtakanám (sbr. conceptual knowledge) og ekki síður við að efla verklag og þekkingu og færni í vinnubrögðum (sbr. procedural knowledge). Sömu rannsóknir sýna m.a. að þetta tvennt reynist innbyrðis háð hvort öðru og því sé æskilegt að vinna með forhugmyndir nemenda með tilliti til hvors tveggja í senn. Þetta endurspeglast einmitt í áherslunni á aðferðir (sbr. process standards í stærðfræði) annars vegar og inntak (content standards) hins vegar, sem hefur verið áberandi undan- farin 30 ár í tengslum við nám og kennslu í stærðfræði og náttúruvísindum. Í Aðalnám- skrá grunnskóla í stærðfræði (Mennta- málaráðuneytið, 1999c) má finna skýr dæmi um þetta, þ.e. með flokkun markmiða í aðferðir og inntak þar sem lögð er áhersla á að „gera Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.