Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 94
92
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009
þessu tvennu jafnhátt undir höfði og að
nemendur skynji hvort tveggja sem virkan þátt
í stærðfræðinámi“ (bls. 7). Gert er ráð fyrir að
nemandi geti til dæmis skilgreint raunverulegt
úrlausnarefni, fundið þau stærðfræðilegu tæki
(tákn, hugtök, reglur) sem þarf til að leysa það,
stillt þau saman og búið til aðferð sem gefur
lausn; loks geti hann túlkað lausnina í eðlilegu
samhengi (sama rit). Sambærileg dæmi má
auðveldlega finna í náttúruvísindum þar sem
raunverulegum gögnum er safnað og unnið
með þau á hliðstæðan hátt og hér var lýst.
Undir lok síðustu aldar fór umræðan um
náttúruvísindanám „fyrir alla“ vaxandi og
hefur gert fram á okkar daga. Þar er gert
ráð fyrir því að vitneskja og skilningur á
náttúruvísindum fáist ekki einungis með því
að lesa og læra um kyrrstöðuþekkingu (static
knowledge) af bókum, heldur sé uppvaxandi
þegnum samfélagsins ekki síður nauðsynlegt
að kynnast síbreytilegum veruleika með
eigin rannsóknum á honum (McCormick,
1997; Millar og Driver, 1987; Millar og
Osborne, 1998 ). Baggott La Velle og félagar
(2003) benda á kosti UST þegar hugað er að
náttúruvísindanámi af þessu tagi. Vísað er til
eflingar á færni nemenda í vinnubrögðum
og kunnáttu í því sambandi (2. mynd);
nemendur nýti sér upplýsingatækni til að
spyrja spurninga, setja fram tilgátur, leita
upplýsinga, afla gagna, skrá, reikna og vinna
úr gögnum og setja fram niðurstöður, miðla
og ræða. Hér eftir verður rætt um verklag,
vinnubrögð og færni sbr. heiti viðkomandi
markmiðaflokks í Aðalnámskrá náttúrufræði,
(Menntamálaráðuneytið 1999a) í svipaðri
merkingu og procedural knowledge hjá
Baggott La Velle og félögum.
Í ljósi þess sem að framan greinir var reynt
að kortleggja notkun UST meðal kennaranna
fimm og draga upp mynd af henni með tilliti
til þeirra viðmiða sem hér var lýst. Notkun
hvers og eins á UST var þannig greind með
eftirfarandi í huga:
Vægi notkunar UST í námi og •
kennslu í náttúruvísindum. Hversu
veigamikill er þáttur UST hjá
viðkomandi kennara?
2. mynd. Nám í náttúruvísindum ar sem n ta má uppl singa- og samskiptatækni á öllum stigum ferlisins.
Sk ringar McFarlane á tengingu UST vi markmi um vinnubrög og færni í bresku jó arnámskránni (Baggott
La Velle, McFarlane og Brawn, 2003, bls. 185).
2. mynd. Nám í náttúruvísindum þar sem nýta má upplýsinga- og samskiptatækni á öllum stigum ferlisins.
Skýringar McFarlane á tengingu UST við markmið um vinnubrögð og færni í bresku þjóðarnámskránni
(Baggott La Velle, McFarlane og Brawn, 2003, bls. 185).
Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson
Mælingar og skráning gagna
(data-logging)