Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 96

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 96
tók fram að sér hefði ekki tekist að þróa slíka kennsluhætti, t.d. með „gagnvirkum verkefnum“, svo notað sé orðalag hennar sjálfrar. Hún kvaðst leita leiða til að nota Netið, t.d. til að finna myndir, en það gengi ekki vel. Nú sagðist hún vera að leita að einhverju „gagnvirku“ en það gengi ekki greiðlega. Hún leit á það sem vandamál að hafa ekki íslenskan texta á Netinu til að leita að og sagðist sjálf ekki „flink“ eða dugleg að leita á Netinu, vantaði hugmyndir og samstarf við aðra kennara. Saga taldi þörf á námskeiðum um kennsluhætti náttúruvísinda, meiri þörf væri á að læra vinnubrögðin við verklega kennslu en að læra inntakið og fræðin. Hjá henni komu fram athyglisverð dæmi um þörf fyrir stafræn mælitæki, hitamæla, vogir o.fl. UST var nánast alfarið notuð sem stuðningur hjá Aðalsteini. Hann notaði sína eigin tölvu og sjónvarpsskjá til að miðla efninu til nemenda. Þó má segja að UST hafi nýst að nokkru leyti sem viðbót þar sem hann sagðist senda nemendum námsáætlanir og glósurnar fyrir hvern tíma í tölvupósti og varpa þeim svo upp í fyrirlestri þegar í skólann kæmi. Hann var nýlega orðinn nettengdur en hafði ekki enn tamið sér að nota Netið í kennslu. Ólína notaði UST sem stuðning og viðbót. Nemendur höfðu aðgang að nettengdum fartölvum og gátu leitað á Netinu að efni sem tengdist námsefninu: „Þá eru þau með einhverja leit þar eða skoða einhverjar vissar síður.“ Nemendur nota m.a. myndir af Netinu og skjávarpa til að teikna upp á veggspjöld. Skjávarpinn er þarfur fyrir náttúrufræðikennslu að hennar mati: „...þegar maður er að sýna ýmsar myndir og annað sem maður finnur á Netinu, það sem maður finnur ekki í bókum.“ Ólína tók þátt í gerð vefseturs um einfaldar og ódýrar eðlisfræðitilraunir. Hún sagðist nota Netið til að leita svara ef hún hefði ekki svör á reiðum höndum og hún sagðist einnig benda nemendum á að gera það þegar þeir fengju ekki svör frá henni eða kennslubókinni. Erfitt var að meta beina UST-notkun hjá Jakobi af því að hann gerði ráð fyrir að nemendur ynnu slík verk að stórum hluta sjálfstætt utan skólatíma. Þó er ljóst að notkun hans á UST birtist fyrst og fremst sem viðbót og að nokkru leyti sem stuðningur. Hann beindi nemendum sínum meðal annars inn á vefi sem hjálpa til við að stilla efnajöfnur í efnafræði og til að afla sér upplýsinga um efni í ritgerðir og kynningar. Að hans mati hafði umræðan um samfélagslegt hlutverk og eðli vísinda, t.d. um erfðafræðirannsóknir og áhrif mannsins á umhverfi sitt, glætt áhuga nemenda á náttúruvísindum. Slík umræða hlýtur að hafa beint nemendum inn á Netið, t.d. Vísindavefinn, til að afla sér upplýsinga um efnið en þó sáust ekki dæmi um beina notkun UST af því tagi í kennslu hjá Jakobi. Hin fjölbreytilega notkun Símonar á UST birtist ýmist sem stuðningur, sem viðbót eða útvíkkun og einnig að nokkru marki sem umbreyting á kennsluháttum: Í efnafræðinni núna áttu þau að velja sér efni og þau eiga að fjalla um það, sem sagt, að taka eitthvað af frumefnunum og lýsa hvernig það birtist, í hvað það er notað og reyna að finna dæmi um hvernig maður finnur slíkt í náttúrunni og hvernig áhrif það hefur á okkur sem manneskjur að umgangast efnið…Þau eiga síðan að kynna þetta á mismunandi vegu nema hvað allir eiga að landa smávefsíðu með sínu efni og svo er það sett inn í einn pakka. Og þeir tæknivæddustu ætla að vera með eitthvað extra, vilja þá fá að nota þessa stafrænu töflu hérna. (Úr viðtali 21. október 2005). Símon sagðist vilja nota skjávarpa mikið, en hefði ekki alltaf aðgang að honum, þar sem skólinn ætti aðeins tvo slíka. Hann lét nemendur sína afla upplýsinga á Netinu og sótti sjálfur þangað mikið af efni til að nota í kennslu. Símon stýrði First-Lego keppninni í sínum skóla og þar var skýrt dæmi um umbreytingu í krafti UST, því að aðstæður voru gjörbreyttar miðað við hefðbundna uppstillingu skólastofu og nemendur tóku þátt í forritun og ýmiss konar verklegu námi því tengdu, skráningu gagna o.fl. Hann notaði einnig töflureikni í kennslu allt frá 5. bekk upp í 10. bekk þar sem nemendur söfnuðu gögnum, skráðu, unnu úr þeim og settu niðurstöður fram myndrænt. 94 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.