Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 97

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 97
Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Verklag, vinnubrögð og færni (procedural knowledge) Baggott La Velle og félagar (2003) rannsökuðu hvernig UST nýttist í kennslu þar sem áhersla væri lögð á kunnáttu og þekkingu tengda ferli, þ.e. verklag, vinnubrögð og færni af ýmsu tagi, svo sem rannsóknarfærni, gagnaöflun, úrvinnslu gagna og kynningu og mat á niður- stöðum, sbr. fléttumyndina hér að framan úr aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði. Saga virtist að litlu marki hafa tileinkað sér slíka kennsluhætti og UST kom lítið sem ekkert við sögu hjá henni og nemendum hennar í námi sem mátti heimfæra á vinnubrögð og færni. Hún sagðist aldrei hafa notað stafræn mælitæki í kennslu sinni, t.d. vogir eða hitamæla, en nefndi þó athyglisverð dæmi um mikilvægi þeirra eins og áður kom fram. Hún sagðist ýmist vera með nemendatilraunir eða sýnitilraunir sem hún kallaði „leikrit“. Nemendur skrifuðu skýrslur eftir tilraunir og hún fór yfir þær en hún tók fram að skilningur nemendanna á því sem fram færi virtist oft takmarkaður. Þrátt fyrir virkni nemenda í verklegum æfingum sagðist hún óttast að skilningur margra næði ekki langt og nefndi m.a. dæmi um misheppnaðan aflestur af glerhitamælum (2 °C í stað 20 °C): „Þannig að maður getur lært eitthvað en ekki tengt það við, þannig að það vantar þarna tengingu.“ Þegar spurt var hvað vantaði helst til að kenna erfiða hluti kom fram hjá henni að fleira vantaði en tæki og tól: „...eða aðferð kannski, ég hugsa að það vanti frekar aðferð.“ Og hún nefndi eigin vankunnáttu í aðferðum sem hindrun: „Ég veit bara ekki hvað á að biðja um“ (þegar rætt var um hvers konar stuðning kennarar þyrftu). Hún viðhafði verklegar æfingar og tilraunir bæði í stofu og utan veggja skólans. Saga sagðist hafa útbúið kassa með efni fyrir verklegar æfingar og fleira fyrir kennara yngri bekkja en þeir virtust ekki hafa komist upp á lag með að nota þá að hennar sögn. Kassarnir reyndust ekki vera í notkun þegar rannsóknin fór fram. Athygli vakti að Aðalsteinn sagðist ekki láta nemendur gera tilraunir, heldur gerði hann sjálfur litlar sýnitilraunir jafnóðum og hann færi í efnið: „Ég er ekki mikið að láta þau gera tilraunir sjálf...mér fannst það yfirleitt svona missa marks...mér finnst það sitja meira eftir ef að ég stýri tilrauninni.“ Verkefni sem lögð voru fyrir nemendur reyndust nánast alfarið skrifleg, þ.e. spurningar, dæmablöð og verkefni úr námsbókum. Því var ljóst að kennsluhættir Aðalsteins reyndust nokkuð fjarri markmiðum um vinnubrögð og færni, hvort sem var með eða án UST. Hins vegar tóku nemendur vel eftir og virtust virkir þegar Aðalsteinn vildi sýna mismunandi fyrirbæri með sýnitilraunum. Ólína virtist hafa komist nokkuð vel á veg í þessum efnum. Hún sagði að nemendur lærðu misjafnlega og hentaði mismunandi nálgun við námið: „Það hentar sumum verklegt og sumir vilja hafa allt bóklegt.“ Ólína notar ýmsa hversdagslega hluti þegar hún skipuleggur verklegt nám, notar m.a. plastpoka sem líkan til að sýna hvernig fruma og frumuhimna virka. „Þau muna kannski ef maður tekur svona dæmi sem að þau þekkja og reynir að líkja því saman við eitthvað úr þeirra heimi.“ Ólína notar mikið bæði smásjár og víðsjár og notar tæki við tilraunir, „...en ég reyni að byggja yfirleitt upp tilraunir sem þarf ekki mikið flókin tæki og tól, ég vil helst hafa það eitthvað sem maður þekkir.“ Ólína segist nota töflureikni sjálf en ekki hafa komist upp á lag með að láta nemendur nota hann. Við skólann var útikennsla fastur liður í stundatöflu, þar sem tækifæri ættu að gefast til alls kyns gagnaöflunar, skráningar, mælinga, úrvinnslu og útreikninga. Þrátt fyrir áherslu á vinnubrögð og færni virtist Ólína eiga nokkuð í land með að nota UST í slíkum tilgangi. Jakob sagðist stundum láta nemendur gera tilraunir sjálfa og skrifa hefðbundnar skýrslur, en „...mér finnst stundum nemendatilraunir sem þau gera sjálf hamla þeim, þau gleyma sér í að vera að gera eitthvað, mér finnst stundum að þau viti ekki nákvæmlega hvað þau eru að gera.“ Þar með hefði mátt ætla að efling vinnubragða og færni hefði ekki haft mikinn forgang í námsferli nemenda hans. Þó ber að geta um eitt valverkefni þar sem nemendur hans smíðuðu lítil farartæki samkvæmt viðmiðum 95Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.