Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 98

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 98
96 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 sem hann setti og tóku svo þátt í samkeppni þar sem farartækin þurftu að aka eftir sérsmíðaðri braut og leysa þrautir. Nemendur unnu þetta verk að mestu sjálfstætt heima hjá sér svo að mjög óljóst var með hvaða hætti UST kom hugsanlega við sögu í ljósi þess sem Baggott La Velle og félagar (2003) hugsuðu sér (sbr. 2. mynd). Jakob sagðist gera nemendum sínum fulla grein fyrir því að eðlisfræðinámið væri erfitt en það væri þjálfun í að læra og það efldi rökhugsun: „...finnst mér að mestu máli skiptir að kunna að læra, að læra að læra...hún [eðlis- og efnafræði] reynir á hugann og þú brýnir á þér hausinn.“ Þarna lýsti Jakob aðstæðum þar sem vinnubrögð og færni í krafti UST hlytu einmitt að hafa mikið að segja væri þannig haldið á málum. Eins og Saga sagðist Jakob nota skálarvogir en ekki stafræn mælitæki. En öfugt við það sem Saga sagði vildi Jakob að farið væri dýpra í fræðigreinarnar í kennaranáminu, þ.e. inntaksþekkingu, á meðan Saga vildi leggja áherslu á vinnubrögð og færni. Nám sem fæli í sér verklag, vinnubrögð og færni virtist mikils virði í skipulagi Símonar. Hann sagðist oft viðhafa slíka kennsluhætti með samþættingu stærðfræði, náttúruvísinda og tækni: „Já, sko þá get ég verið með sko alls kyns kubba og vogir og mælikvarða...það er svo stutt í stærðfræðina þegar maður er að fást við raunvísindin.“ Símon sagðist hafa áhyggjur af því að verkleg færni og þekking væri sett á lægri stall en bókleg: „Ég spyr nú oft að því, sko, að nemandi sem getur rifið í sundur skellinöðru og sett hana saman aftur en getur ekki fundið samnefnara í almennu broti og hann getur ekki sett ypsílon á réttan stað í texta. Mér finnst hann í raun og veru vera með miklu merkilegri þekkingu að geta slátrað skellinöðru og sett hana aftur saman. Miklu flóknari færni.“ Af samtalinu mátti skilja Símon svo að í því fælist mikil þekking á eiginleikum og eðli efna og tækja að geta beitt verklagi með þvílíkum árangri og þannig þekkingu og færni bæri að efla og hlúa að þótt hana væri erfiðara að prófa með formlegum hætti líkt og algebru í skriflegum prófum. Þáttur UST í eflingu verklags, vinnubragða og færni hjá Símoni birtist með fjölbreytilegum hætti, meðal annars forritun í legó-verkefnum, við skráningu gagna og úrvinnslu með töflureikni, í kynningum með glæruforriti (PowerPoint) og hugmyndum um vefsíðugerð sem nemendur ynnu að. Í hvaða hlutverki voru nemendur? Námsathafnir nemenda geta birst með marg- víslegum hætti eftir því hvers konar kennslu- hættir eru viðhafðir. Nemendur geta allt í senn eða ýmist verið móttakendur þekkingar, upplýsinga og gagna (receivers), rannsakendur (explorers) hugmynda, skaparar (creators) sem setja upplýsingar í nýjan búning til að fjalla um eða endurskoðendur (revisers), þ.e. vinna úr fyrirliggjandi gögnum og endurskoða með ýmsum aðferðum. Nemendur Sögu reyndust fyrst og fremst móttakendur. Hún sagðist ekki nota umræður eða samtöl sem kennsluaðferð: „Spjall er nú ekki mikið..., ég er ekki flink í því.“ Þegar hún var spurð um sjálfstæða tölvunotkun nemenda í tölvustofu, t.d. að leyfa þeim að fara á Netið og leita að leikjum og tilraunum er tengdust eðlisfræði, fullyrti hún að það gengi ekki; nemendur myndu velja sér annað efni til að skoða. Og við sama tækifæri sagðist hún hafa reynt að nota Vísindavefinn „en þau nenna ekki“. Hún sagðist samt stundum vísa nem- endum á Vísindavefinn. Saga leit augljóslega svo á að nemendur stýrðust af ytri áhugahvöt: „...eitthvað fast í hendi, eitthvað sem þau láta mig hafa aftur. Þetta bara virkar þannig“ (þegar rætt var um verkefni og mat á þeim). Hún kallaði eftir námskeiðum um sértæka kennsluhætti náttúruvísinda (sbr. umfjöllun Shulmans 1987 um pedagogical content knowledge) frekar en inntak og þekkingu, því að þar væri hún veikust á svellinu. Hún átti greinilega í erfiðleikum með að fanga áhuga nemenda svo að þeir yrðu meiri rannsakendur og skaparar í náttúrufræði, ekki eingöngu móttakendur. Aðalsteinn kenndi eingöngu stærðfræði og eðlisfræði á unglingastigi við sinn skóla og hafði að eigin sögn góðan bakgrunn og kunnáttu í þeim greinum, enda hefði hann áður stundað Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.