Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 101

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 101
99 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 tilbúnir að gefa UST hlutdeild í kennslu sinni, svo framarlega sem tæknin leiddi ekki af sér byltingu á þeim grundvallarstoðum sem viðkomandi faggrein byggðist á. Óhjákvæmi- lega hafa form og notkunarmöguleikar miðilsins (UST) töluverð áhrif á inntak og skipulag námsins og því meiri sem vægi hans er meira. Skiljanlega stendur náttúrufræðikennari því frammi fyrir erfiðum valkostum þegar UST er annars vegar, ekki síst ef hann eða hún telur sig ekki þekkja möguleika og áhrif tækninnar sem skyldi. Saga sagðist til dæmis hafa þreifað sig áfram með fjölbreytilega notkun UST en ekki hafa komist upp á lag með það: „Netið nýtist ekki mikið því ég kann ekki að nýta mér það...eða það er svo seinlegt... .“ Loks kom það sterkt fram hjá kennurunum fimm að markmið aðalnámskrár og samræmt lokapróf hindruðu það að vinnubrögð byggð á nýtingu UST fengju það svigrúm sem æskilegt þætti. Svipuð niðurstaða kom fram í rannsókn Hennessy og félaga (2005). Tilgangur með notkun UST, sbr. CPF-líkan Twining Með CPF-líkani sínu greindi Twining (2002) m.a. þrenns konar tilgang með notkun staf- rænnar tækni. Þegar um stuðning var að ræða breytti UST í raun litlu um inntak og aðferðir, en bauð þó upp á fljótvirkari og jafnvel skilvirkari náms- og kennsluaðferðir en ella. Allir þátttakendur rannsóknarinnar nýttu UST með þessum hætti, ýmist með glæruforritum (PowerPoint), ritvinnsluforritum eða öðrum hugbúnaði, þó e.t.v. síst Jakob. Twining hugsaði sér að útvíkkun eða viðbót (extension) fæli í sér einhverjar breytingar á inntaki og náms- og kennsluaðferðum, t.d. með notkun Netsins. Markviss notkun með þessum hætti sást hjá tveimur kennaranna, en að nokkru marki hjá þeim þriðja. Bæði Ólína og Símon sögðust leggja fyrir verkefni þar sem nemendur notuðu UST sérstaklega við úrlausn. Umbreyting (transformation) samkvæmt CPF-líkaninu fól í sér breytingu á inntaki og/eða aðferðum náms og kennslu. Þar með væru í raun komin til sögunnar markmið sem næðust ekki án UST. Rannsóknir sem getið var um hér á undan, og reynsla okkar einnig, sýna að notkun UST sem stuðnings og viðbótar virðist almennt nokkuð á veg komin í skólastarfi. Þar virðist vera á ferðinni varanleg kerfisbreyting í starfi skóla jafnt sem annarra stofnana samfélagsins. Ritvinnsluforrit eru t.d. notuð í margs konar tilgangi og forrit til að miðla upplýsingum, t.d. PowerPoint, eru mjög víða notuð, auk annars hugbúnaðar og miðlunartóla að ógleymdu sjálfu Netinu. Notkun hinnar stafrænu tækni til að umbreyta námi og kennslu virðist hins vegar vandfundin í skólum. Skýringa er án efa að leita í ýmsum hefðum er tengjast skipulagi skólastarfs. Tyack og Cuban (1995, bls. 124) lýstu hinni fastmótuðu sýn á formgerð skólastarfs sem meginhindrun í vegi þess að tölvubúnaður næði þar fótfestu og tiltóku í því sambandi „skipulag skólastofunnar“ og „formgerð skólans sem stofnunar“ ásamt „skilgreiningu kennara á hlutverki sínu og viðfangsefnum“.2 Peter John (2005) komst að því að faggreinakennarar sýndu ákveðið viðnám gagnvart UST, jafnvel tortryggni; John líkti UST m.a. við „Trójuhest“ í því sambandi. Kennarar virtust þó í vaxandi mæli nýta sér möguleika tölvutækninnar innan sinnar greinar en þó jafnan bundið við fyrirfram gefin markmið, inntak greinarinnar og eðli. Flest dæmin um notkun UST í rannsókn okkar koma heim og saman við þetta. Á einum stað sagðist Saga til dæmis ekki telja skynsamlegt að gefa nemendum lausan tauminn í tölvum til að leita að þrautum eða leikjum í eðlisfræði: „Fimm munu gera það, en hvað gera hinir?...Það þýðir ekki að setja þau í svona, ég mundi ekki gera það… .“ Jakob og Símon sögðust báðir gera 2 But perhaps the most fundamental block to transforming schooling through machines has been the nature of the classroom as a work setting and the ways in which teachers define their tasks. We have suggested that the regularities of institutional structure and of teacher-centered pedagogy and discipline are the result of generations of teachers´experience in ... maintaining order and seeing that students learn the standard curriculum. Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar: 6. árgangur 2009 (01.01.2009)
https://timarit.is/issue/384733

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

6. árgangur 2009 (01.01.2009)

Gongd: