Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 135

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 135
133 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 leikskólar og þátttakendur voru valdir vegna þess að þeir hentuðu tilgangi rannsóknarinnar; við val á þátttakendum var notað markmiðsúrtak (e. purposeful sampling). Við val á leikskólum og þátttakendum voru eftirfarandi viðmið höfð í huga: að leikskólakennarar væru í meiri- hluta starfsfólks, að minnst tveir leikskóla- kennarar væru á yngstu deildunum og að líf- og starfsaldur starfsfólks væri nokkuð breiður. Alls tóku fimm leikskólakennarar, þrír leiðbeinendur og einn grunnskólakennari þátt í rannsókninni. Þar að auki tóku tólf stjórnendur, leikskólastjórar og allir millistjórnendur í báðum leikskólunum, þátt í rýnihóp, allt konur. Að baki niðurstöðunum liggja því raddir sautján starfsmanna tveggja leikskóla. Þátttakendur voru á aldrinum 31 til 60 ára og starfsreynsla þeirra spannaði frá því að vera þrjú til tuttugu og eitt ár. Gögnum var safnað með einstaklingsvið- tölum við leikskólakennara og leiðbeinendur og í tveimur rýnihópum með stjórnendum leikskól- anna. Til að gæta trúnaðar voru bæði viðmæl- endum og leikskólum gefin ný nöfn. Ein leið til að reyna að auka áreiðanleika og réttmæti rannsóknarniðurstaðna er margprófun (triangulation). Með því að taka bæði viðtöl við leikskólakennara sem vinna með börnum og að hlusta á sjónarhorn stjórnenda í rýnihópum var leitast við að fá umræðu um umhyggjuhugtakið frá fleiri en einu sjónarhorni (Silverman, 2000; Hitchcock og Hughes, 1995). Viðtöl Í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma sem samanstóð af nokkrum spurningum, en þó réðu viðmælendur mínir nokkuð ferðinni. Reynt var að vera vakandi fyrir þráðum til að spinna áfram í hverju samtali. Viðtölin voru tekin upp á stafrænt upptökutæki og vélrituð orðrétt. Markmiðið með viðtölunum var að fá fram skilgreiningar og skilning leikskólakennaranna á hugtakinu umhyggja. Hjá Kvale (1996/1997) kemur fram að samtal getur leitt til þess að viðmælendur ígrundi það sem þykir sjálfsagt í starfinu og er ef til vill ekki oft íhugað. Þetta á einmitt við um umhyggju; henni virðist yfirleitt ekki hafa verið gefinn mikill gaumur og litið á hana sem sjálfsagða og því ekki umræðu verða eða jafnvel að litið hafi verið á hana sem veikleika. Ákveðin áskorun fólst í því fyrir greinarhöfund að fá þátttakendur til að orða hugmyndir sínar og skilgreiningar um hugtakið. Rýnihópar Til að fá betri skilning á hugtakinu umhyggja voru settir saman tveir rýnihópar (focus groups) með stjórnendum hvors leikskóla. Ástæða þess að ég valdi stjórnendur er að ég geri ráð fyrir að viðhorf þeirra og skilningur hafi áhrif á áherslur í leikskólastarfinu og skipti því máli. Með notkun rýnihóps er gerð tilraun til að öðlast aukinn skilning á viðhorfum leikskólakennara til umhyggjuhugtaksins (Sóley Bender, 2003). Tilgangurinn var ekki að reyna að komast að einhverri einni niðurstöðu heldur að draga fram þau viðhorf og þann skilning sem ríkir innan viðkomandi leikskóla á umhyggjuhugtakinu. Greining gagna Greining gagna fólst í að flokka svörin og umræðurnar og búa til efnisflokka sem segðu söguna sem ætlunin var að segja (Bogdan og Biklen, 2007). Aðferðin felst í því að flokka svörin eftir lykilhugtökum sem birtast þegar textinn er lesinn. Lykilhugtökum fækkaði eftir því sem textinn var oftar lesinn og meðhönd- laður, þar til ég taldi mig vera komna með þá flokka sem gætu svarað rannsóknar- spurningunni; Í hverju felst umhyggja í starfi með börnum að mati leikskólakennara? Eftirfarandi flokkar stóðu eftir: Umhyggja er: viðhorf, fagleg þekking, að vera til staðar, að veita stuðning og að setja mörk. Eins og áður hefur komið fram voru viðmælendur í öllum viðtölunum, konur, en starfsheitin eru karlkyns, þ.e. leikskólakennari, leikskólastjóri og svo framvegis. Þetta olli nokkrum vanda við ritun greinarinnar. Mál- fræðilega rétt hefði verið að nota málfræðilegt kyn, það er karlkyn. Ég mun þó bregða út af þeirri venju víða og nota þær og önnur kvenkynsfornöfn þegar vísað er til þátttakenda. „Blítt bros og hlýtt faðmlag“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.