Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 137

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Page 137
Flestir leikskólakennararnir minntust á mikilvægi þess að kynnast barninu frá sem flestum hliðum. Sem dæmi um þetta má nefna að þátttakendurnir í rýnihópi Fjalls töluðu um að þær legðu mikið upp úr því að þekkja vel bakgrunn barnsins, það auðveldaði þeim að sjá hlutina í samhengi. Salka sagði: „Það má ekki gleyma umhyggjunni sem við berum líka stöðugt fyrir þeim utan veggja leikskólans, við erum stöðugt að hugsa um velferð þeirra annars staðar.“ Þegar ég bað þær um að segja mér hvað átt væri við tóku þær sem dæmi líðan barnanna og heimilisaðstæður þeirra. Ásta orðaði það svo: Ef maður veit t.d. um heimilisaðstæður, breyttar aðstæður sem maður gæti kannski hugsað að barn ætti erfitt með að búa við, skilnaður og svona. Maður sér það hvernig þau breytast í skapinu, hvernig þau fara að láta sínar tilfinningar bitna á eða brjótast út harkalega gagnvart öðrum. Þau deyfa vanlíðan sína. Ásta taldi að ef barn ætti erfitt heima fyrir þyrfti leikskólakennarinn að sinna því sérstaklega, halda utan um barnið í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, hjálpa því og styðja það í gegnum erfiðleikana. Því væri faðmlag, bros og hlýlegt viðmót mikilvægur hluti af umhyggjunni. „Umhyggja er að taka börnin í fangið og knúsa þau,“ sagði Kata. Tanja bætti við: Fyrir mér er bara mjög mikilvægt að öllum líði vel. ... Mér finnst þegar við erum í hvíld, að vera með þeim, koma við þau, vera hjá þeim, þú veist faðma þau ... þessi tími þegar við erum að skipta á, mér finnst hann rosalega mikilvægur. Leikskólakennararnir, sem tóku þátt í rannsókninni, töldu það skipta máli að tengjast börnunum og kynnast þeim. Eins og Vaka sagði: „... það er að láta sér annt um börnin af því að þú þekkir þau.“ Ásta taldi mikilvægt „að hlusta eftir tilfinningalegri líðan barnsins“ og Unnur sagði umhyggju felast í því að veita hverju barni þá athygli sem það þarfnaðist og jafnframt að gefa hverjum og einum tíma. Hún bætti við: Ekki kannski endilega vera að kjassa og knúsa ... það er náttúrlega gott með. En að fá athyglina og gleymast ekki. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Já, og svona hlýlegt viðmót. Ljóst er að þær telja umhyggju byggjast á faglegri þekkingu, ekki er nóg að hlusta aðeins á yrt skilaboð barnanna, það er ekki síður mikilvægt að greina látbragð og atferli og hlusta þannig eftir líðan barnanna. Unnur tók sem dæmi að hegðun barns geti sagt til um líðan þess; því skipti máli að reyna að skilja hvert barn og sjá það frá fleiri en einu sjónarhorni. Eins og Helga sagði: „Hvað er þetta barn að hugsa? Hvernig líður henni?“ Ásta orðaði það svona: „Umhyggja getur verið að sinna þessum líkamlegu þörfum kannski fyrst og svo andlegum þörfum líka. Bara að hlusta eftir tilfinningum og líðan og geta komið til móts við það.“ En það skiptir vissulega líka máli að sinna grunnþörfum barnanna – eins og Saga sagði, „að gefa þeim að borða og skipta á þeim, að láta þeim líða vel.“ Ljóst er að umönnun barns snýst bæði um að sinna andlegum og líkamlegum þörfum þess. Þetta verður að fara saman að mati leikskólakennaranna. Umhyggja er að vera til staðar Hjá leikskólakennurunum kom fram að umhyggja snerist um nærveru og stuðning. Þær töluðu um að leikskólakennarinn þyrfti að vera fær um að gefa af sér og að vera til staðar af heilum hug fyrir barnið, veita því óskipta athygli. Einn stjórnandinn orðaði það svona: „Mér finnst þetta stundum vera tengt þessari nærveru, hvort þú ert virkilega nærstödd fyrir barnið eða hvort hugurinn er einhvers staðar annars staðar.“ Í viðtölunum við leikskólakennarana kom ítrekað fram að þeim finnst skipta máli að hver og einn fái þá athygli og umhyggju sem hann þarfnast. Unnur nefndi sem dæmi að það mætti ekki gera ráð fyrir að barn, sem yndi sér vel, þyrfti ekki á öðrum að halda, það væri misjafnt hversu mikillar athygli einstaklingarnir þörfnuðust; því þyrfti að gæta þess að hlusta á og sjá öll börnin. Hún sagði: „Það eru einstaklingar sem geta gleymst af því þeir eru svo sjálfum sér nægir og þurfa bara 135 „Blítt bros og hlýtt faðmlag“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.