Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 138

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 138
136 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 ekkert á manni að halda. Eða maður heldur það.“ Í rýnihópi Fjalls komu fram svipuð viðhorf þar sem rætt var um að bæði börn og fullorðnir þyrftu að upplifa það að borin væri umhyggja fyrir þeim og því sem þau væru að gera. Þetta viðhorf kom skýrt fram í svari eins stjórnandans: Umhyggjan er náttúrlega bara stærsti þátturinn. ... Ef það er ekki borin umhyggja fyrir þér þá ertu ekki að nema rétt [meðtaka] vegna þess að þá líður þér ekki nógu vel. Bara eins og fullorðið fólk líka – ef þú ert alltaf hálf „nervös“ og þú finnur ekki umhyggjusemi frá þínum samstarfsaðilum þá ertu ekki með hugann við það sem þú átt að vera með hugann við. Leikskólakennararnir töldu mikilvægt að taka á móti hverjum og einum á hennar/hans forsendum. Hvort sem það er knús og faðmlag eða að ná augnsambandi er það staðfestingin sem barnið fær frá leikskólakennaranum sem er mikilvæg. Þetta kemur vel fram í svari Lilju: „Ég [barnið] skipti máli, það er tekið eftir mér.“ Umhyggja er að vera til staðar, eins og María sagði: „Að vera til staðar þegar þau þurfa á þér að halda.“ Það að skipta máli er að mati leikskólakennaranna forsenda þess að einstaklingur geti dafnað og þroskast. Umhyggja er stuðningur Annað sem leikskólakennararnir töldu mikil- vægt var að leikskólakennari þurfi að vera fær um að geta sett sig í spor barnanna til að geta áttað sig á líðan þeirra. Það geri leikskólakennarinn m.a. með því að hlusta á og bera virðingu fyrir löngunum og þörfum barnanna. Stella sagðist t.d. reyna að ræða við foreldra og gera þeim grein fyrir því að virðing fyrir tilfinningum barnsins skipti máli. Hún tók sem dæmi að það væri sjálfsagt að barnið vissi ávallt hver kæmi að sækja það. Hún sagðist gjarnan biðja foreldra að reyna að setja sig í spor barnanna með því að hugsa: „Hvernig myndi mér líða ef ...?“ Stella talaði um að barnið þyrfti að fá að vita um allar ákvarðanir sem snertu það eins og framast væri kostur. Hún bætti við: Mér finnst þetta líka þáttur í umhyggju, þessi virðing fyrir þeim sem börnum. Þótt þau séu börn þá þurfa þau að vita framhaldið, [hvað er framundan] ... já, að bera virðingu fyrir þeim sem vitsmunaverum. Það er stundum talað eins og þau séu bara – eins og þau skipti ekki máli – þau eru bara börn. Leikskólakennararnir töldu að umhyggja fælist í því að veita barninu stuðning við það sem það væri að fást við, bæði stórt og smátt. Þar skiptu skipulag og reglur máli því umhyggjan birtist í skipulaginu og reglunum sem giltu í leikskólanum og í samfélaginu almennt. Umhyggja er að setja mörk Leikskólakennararnir töldu að það veitti börnunum öryggi ef þau þekktu reglur og skipulag leikskólastarfsins og vissu hvar mörkin lægju. Börnin þyrftu að geta treyst leikskólakennaranum, vita hvers væri að vænta, þekkja umhverfi sitt og vita hvaða reglur giltu. Salka sagði: „Ég held að umhyggja sé mikið þetta traust sem barnið ber til [leikskóla] kennarans og umhverfis síns. Ef það finnur það þá endurspeglar það umhyggju sem við veitum barninu.“ Tanja taldi það skipta máli að kunna að hæla og hrósa og að grípa inn í á réttan hátt á réttum tíma. Hún áleit það einnig skipta máli að geta tekið barn út úr aðstæðum sem það réði ekki við en það þyrfti að gera af natni og af virðingu fyrir barninu. Gefum Tönju orðið: Þú veist, sum börn eru þannig að þau gera eitthvað af sér en maður þarf að taka utan um þau. Þau eiga kannski erfitt og þurfa þá að fá svona innri ró. ... Mér finnst voða gott að taka þau í fangið, maður þarf ekki að segja neitt, bara aðeins smástund. … Þetta er stundum voðalega erfitt, að þurfa að sýna smáhörku, að láta þau skilja að það má ekki ganga svona langt. Æ, það er eitthvað sem maður myndi alveg vilja sleppa. En það þýðir bara ekkert. Þau verða að fá þennan ramma. Það viðhorf kom fram í öðrum rýnihópnum að það væri „... ekkert hollt að fá að velja um allt. Börn eiga ekkert að fá að stjórna öllu því Sigríður Síta Pétursdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.