Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 148

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Qupperneq 148
146 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 og rannsóknarniðurstöður félagsfræðinnar í fræðastarfi sínu og skrifum. Hitt verður þó að viðurkenna að félagsfræði menntunar stendur á brauðfótum hérlendis. Þar hefur hún m.a. liðið fyrir skort á fræðilegri umræðu á íslensku um hérlend menntamál og svo vöntun á kennsluefni á íslensku. Gestur Guðmundsson er félagsfræðingur sem um árabil starfaði við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn (DPU). Hann er nú kominn heim og hefur tekið við stöðu prófessors í félagsfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bók Gests Guðmundssonar um félagsfræði menntunar, sem kom út sl. haust, er m.a. byggð á fyrirlestrum hans undanfarin ár. Hún er að mínu mati fyrsta sérsamda íslenska kennslubókin um félagsfræði menntunar og er því mikilvægt framlag til uppbyggingar fræðigreinarinnar hér á landi og löngu tímabær. Í formála segir höfundur að bókin sé einkum ætluð þeim sem búa sig undir störf við uppeldi og menntun. Hann vill hvetja þá til að „sækja til fræðikenninga tæki til umhugsunar, greiningar og rannsókna fremur en að leita þar að einhlítri leiðsögn“. Reyndar er bókin skrifuð til allra sem starfa við menntamál, hvort sem er við rannsóknir, stefnumótun eða skólastarf. Þeir eru hvattir til að skoða starf sitt í samhengi við samfélagslegar aðstæður og breytingar. Ætla má að starfandi kennarar hafi gagn af að skoða starf sitt og starfsaðstæður í ljósi félagsfræði menntunar. Bókin er skrifuð og byggð upp sem kennslubók í upphafi háskólanáms og á meistarastigi. Meginþemu eru skilgreind og útskýrð og lykilhugtök eru dregin fram og merkt sérstaklega. Á nokkrum stöðum er sérstök umfjöllun um aðalatriði í smáletruðum köflum þar sem hugtök og atburðir eru settir í nánara samhengi. Menn verða seint sammála um aðalatriði í félagslegu samhengi. Það er sígildur vandi að velja inntak í almennar kennslubækur, einkum þegar fjallað er um samfélagsleg álitamál og viðfangsefni á sviði mennta og menningar. Gestur gerir í formála skilmerkilega grein fyrir nálgun sinni. Hann vill leitast við að kynna kenningar sem verið hafa í öndvegi félagsfræðinnar og hugtök sem einkennt hafa orðræðu á sviði menntamála síðustu áratugi. Gestur gerir grein fyrir upphafi félags- fræðinnar og kenningum um nútímavæðingu og menntun. Í fyrstu köflunum reifar hann kenningar Durkheims um samfélagsöfl og samheldni þegnanna og gerir svo grein fyrir kenningum Meads og Deweys um nám sem félagslegt fyrirbæri. Þá er ítarleg umræða um þversagnakennda stöðu félagsfræðinnar í umræðunni um félagslega mismunun, stéttskipt samfélag og jafnrétti til náms. Þar kemur m.a. upp togstreita félagsfræðinnar við aðrar greinar, svo sem hagfræði, sálfræði og sagnfræði. Gestur kýs að spegla þessa umræðu í kenningakerfi Bourdieus um félagslegan vettvang, menningarauð og „habitus“. Þá er í sérstökum kafla fjallað um einstaklings- væðingu og nokkrar kenningar um síðnútíma (póstmódernisma). Í lok bókarinnar er fjallað um samfélagsbreytingar í upphafi 21. aldar og þær speglaðar í nokkrum grundvallarhugtökum félagsfræði menntunar. Aðrir höfundar hefðu efalaust valið aðrar kenningar og kynnt aðra höfunda til sögunnar. Spyrja verður hverju bók Gests bæti við þær erlendu kennslubækur um félagsfræði menntunar sem notaðar hafa verið í íslenskum háskólum. Svarið er augljóst, hér er texti sem hugsaður er og skrifaður á íslensku máli frá upphafi. Mikilvægt er að byggja upp íslenskt orðfæri um alþjóðleg hugtök og þróa hugtakasafn á íslensku til nota í fræðilegri umræðu um menntamál. Jafnframt leitast höfundurinn við að tengja umræðuna við rannsóknir og texta íslenskra fræðimanna þar sem það á við. Vandinn er, eins og fyrr sagði, að íslenskar félagsfræðirannsóknir á menntamálum eru af skornum skammti. Framsetning Gests í bókinni er vel rökstudd og heilsteypt og mun nýtast nemendum og starfsmönnum íslenska menntakerfisins vel til að kynna sér félagsfræðilegt sjónarhorn á menntun og skólastarf. Í bókinni eru á stöku stað tekin dæmi úr íslenskri skólasögu til að Ritdómur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.