Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 152

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 152
150 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám, í og utan skóla. Það er einnig forsenda félagslegrar, menningarlegrar, stjórnmálalegrar og efnahagslegrar þátttöku, og til að geta lært svo lengi sem lifir (Knowledge and skills for life 2001:14). UNESCO hefur birt skilgreiningu á læsi sem er mjög svipuð þeirri sem gengið er út frá í PISA-rannsóknum. Í fyrstu alþjóðlegu rannsókninni sem Ísland tók þátt í árið 1991 og kennd er við IEA er læsi skilgreint á eftirfarandi hátt: Læsi er geta til að skilja og nota það ritmál sem þjóðfélagið krefst og/eða metið er mikilvægt af einstaklingnum (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:3). Ef dregnar eru saman þær fjölmörgu skilgreiningar sem notaðar eru í lestrarfræðum og bókum um lestur og læsi sem ætlaðar eru kennurum og fræðimönnum mætti orða það svo: Hugtakið læsi, á ensku literacy, er notað um lágmarksfærni til að lesa texta á tilteknu tungumáli og skrifa á sama tungumáli. Það tekur því bæði til lestrar og ritunar og sumir nefna einnig getu til að fást við tölur í þessu samhengi (e. numeracy). Í læsi felst einnig færni í að gera sér grein fyrir hvernig nota má lestur og ritun í því þjóðfélagi sem um ræðir. Þegar rætt er um læsi barna, fullorðinna, einstakra hópa og jafnvel þjóða er oft átt við það að hafa náð ákveðinni færni í lestri og að geta tjáð þá þekkingu eða greint frá þeim upplýsingum sem viðkomandi hefur aflað sér með lestri texta. Jafnan er rætt um lestur og ritun sem tvær meginstoðir læsis. Þetta er meðal annars gert vegna þess að lestrarfræðingar um heim allan telja sig hafa komist að því að færni í lestri og ritun sé nátengd og eigi að kenna samhliða þar sem hvort hafi gagn af hinu. Þessa er ekki getið í skýrslunni og reyndar ber hún keim af PISA, sem ekki tekur mið af ritfærni. Hugtakið „upplýsingalæsi“ er mikið notað í skýrslunni. Þarna hefðu lestrarfræðingar getað aðstoðað. Þetta heiti, upplýsingalæsi, hefur lítið verið notað hér á landi um læsi og reyndar víðar þó svo í fræðunum sé oft talað um „information literacy“. Oftar er miðað við lestur mismunandi texta, svo sem bókmenntatexta, texta sem ætlað er að fræða og veita upplýsingar (oft kallaður rauntexti), og texta sem birtur er í myndrænu formi, svo sem í töflum og gröfum. Hér hefði nægt að tala um læsi og lesskilning. Hætt er við að sumir viðmælendur hafi ekki verið kunnugir „upplýsingalæsi“ og notkun þess hugtaks í skólum. Í skýrslunni er alllangur kafli og fróðlegur um foreldra og hlutverk þeirra. Þar hefði mátt gera grein fyrir hugtakinu fjölskyldulæsi sem nú er mjög fjallað um í lestrarheimum. Alþjóðlegu lestrarsamtökin (International Reading Association) hafa notað eftirfarandi skilgreiningu sem hér er í lauslegri þýðingu: Læsi og lestrarvirkni í fjölskyldu, fjölskyldulæsi, er talið mikilvægt fyrir læsi þjóðar og víða um heim er lögð áhersla á að efla læsi fjölskyldunnar með ýmsu móti. Það er einkum gert með þrenns konar aðgerðum: Efla læsi barna og gera fjölskyldum þeirra grein fyrir því; efla læsi foreldra með því að kenna þeim og hvetja þá til að lesa; leiðbeina foreldrum við að efla læsi barna sinna. (Harris og Hodges, 1995) Í skýrslunni kemur fram, skv. PIRLS, að foreldrar á Íslandi séu harla virkir þátttakendur í lestrarnámi barna sinna. Það kann að vera rétt en sennilega eru foreldrar vanmetinn fjársjóður þar sem þeim er helst ætlað að láta börn lesa fyrir sig og „kvitta“ fyrir. Þetta þyrfti að rannsaka betur og athuga hvort foreldrafræðsla um lestur og lestrarnám gæti ekki nýst börnum betur, m.a. eflt skilning. Í skýrslunni er rætt um „tæknilegan lestur“ og þess getið að þegar honum sleppi taki fátt við í lestrarnámi. Þetta er að líkindum rétt hvað varðar marga skóla. Það sem vekur hér nokkurn óhug eru þau skörpu skil sem eru á milli þess að læra að lesa og þess að lesa til að læra, þ.e. að nota lestur til náms, gagns og gamans. Hugtakið „tæknilegur lestur“ er svolítið vafasamt. Þar er átt við að hafa náð færni í að umskrá staf yfir í hljóð. Strax og barn er farið að geta lesið stök orð er skilningur Rannsóknarrýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.