Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 5

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 5
5 MENNINGARSöGULEGT SAMHENGI dómtækir sem kann að benda til þess að málið sé ekki að öllu leyti til- hæfulaust. Þessir fjórir liðir snerta aftur á móti aðeins lítinn hluta af þeim spurningum sem atburðir á tímum hrunsins – og einnig í aðdraganda þess – vekja. Sú staðreynd kveikir enn fleiri spurningar, bæði um landsdóms- málið sem slíkt og um það hvort og þá hvenær stjórnmálamenn og emb- ættismenn eigi að bera ábyrgð á gerðum sínum og skoðunum. Samkvæmt íslenskri hefð virðast þeir helst ekki eða í það minnsta sem sjaldnast eiga að gera það. Á Íslandi hefur venjan verið sú að taka á afglöpum og afbrot- um stjórnmálamanna og embættismanna með svipuðum hætti og þegar óvitar eiga í hlut. Sé það rétt að krafan um Landsdóm hafi orðið rökum og réttlætiskennd yfirsterkari, þá er það til marks um lágkúru sem á sér að vísu rætur í mann- legu eðli en er sama lágkúran fyrir því. Þetta er sama lágkúran og birtist í svörum stjórnmálamanna og embættismanna fyrir Landsdómi um að þeir hafi samviskusamlega unnið sín störf en vitað lítið, getað lítið og/eða trúað bankamönnunum og ekki hugsað um eða skilið í afleiðingum þess. Hið sögulega samhengi er stundum grimmilegt. Í þessu hefti verður rýnt í menningarsöguna. Í fyrstu greininni er komið inn á það viðkvæma þjóð- ernispólitíska samhengi sem þátttaka Íslands í bókasýningunni í Frank furt var sett í með upphafningu fornsagnaarfsins og óbeislaðrar náttúrunnar og vísunum til velvildar Þjóðverja gagnvart hvoru tveggja. Ann-Sofie Nielsen Gremaud bendir á að þótt bókasýningin geti tvímælalaust átt þátt í því að móta ímynd Íslands um stundarsakir þá orki sú áhersla sem lögð var tvímælis. Ólafur Rastrik hugar einnig að sjálfsmynd þjóðarinnar en út frá öðru sjónarhorni. Í samanburði við evrópska menningarsögu virtist hin íslenska full af eyðum sem krafa var gerð um að fylla í kjölfar fullveld- is þjóðarinnar 1918. Metnaður Íslendinga var að vera menn ingarþjóð á meðal menningarþjóða en svo virtist sem lágkúrulegar afurðir erlendrar alþýðumenningar hefðu afvegaleitt hana. Ein helsta táknmynd smekk- leysunnar var postulínshundurinn sem stillt hafði verið upp á kommóðum fjölda sveitaheimila. Í þriðju þemagreininni leiðir Þröstur Helgason svo getum að því að þjóðernisleg íhaldssemi hafi verið ástæða þess að mód- ernismi átti ekki upp á pallborðið á Íslandi fyrr en eftir lýðveldisstofnun árið 1944. Tvær síðarnefndu greinarnar eru unnar upp úr erindum á mál- stofu Bókmennta- og listfræðistofnunar á Hugvísinda þingi við Háskóla Íslands árið 2011 sem tileinkuð var menningarsagnfræði. Skipuleggjendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.