Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 144
144
aður í tíma og gerist allur á meðan Pétur er á ferðalagi sínu og enginn veit
hvað hefur orðið um hann. Í þessum köflum heldur sögumaður sig til hlés,
samtöl persóna eru ráðandi en þau renna saman og aðeins þankastrik skilja
að tilsvör þeirra. Stundum heyrist jafnvel aðeins önnur hlið samtalsins en
tilsvörin sem heyrast ekki má ráða af viðbrögðum viðmælandans, eins og í
þessum stutta textabút þar sem kona Péturs og elsta dóttir þeirra, Helga,
ræðast við:
Sæl, elskan. Nei, það er ekki Brói. Reyndu að vera hugrökk og stillt,
Helga mín. Það er hann pabbi þinn, hann hefir ekki komið heim –.
– Ekki – komið heim –? Er – er hann slasaður –? – Seztu elskan, ég
veit það ekki, reyndu að vera dugleg.9
Hér má sjá tal beggja kvennanna þótt engin talmerki greini á milli þeirra.10
Fljótt á litið mætti halda að mæðgurnar ræddust við í síma þar sem fyrstu
viðbrögð Helgu heyrast ekki en af svari móður hennar má ráða að Helga
hafi spurt hvort eitthvað hafi komið fyrir Bróa, litla bróður sinn. Síðan
kemur í ljós að þær eru staddar á sama stað þegar móðirin segir dóttur
sinni að setjast og hún bregst við orðum móðurinnar. Í þessum samtals-
köflum í Lifandi vatninu – – – þarf lesandinn því að hafa fyrir því að átta sig
á hver talar, hvert sögusviðið er og svo framvegis.
Breska fræðikonan Bronwen Thomas segir að þegar um sé að ræða
texta þar sem enginn rammi er utan um samtal persóna geti myndast eyður
á milli þess sem persónur segja og þess sem þær meina. Thomas telur að í
skáldsögum sem samanstanda mestmegnis af samtölum sé þemað oft svik,
ráðabrugg eða misheppnuð samskipti.11 Samtalskaflarnir í Lifandi vatn-
inu – – – bera einmitt merki um að innan fjölskyldu Péturs séu samskipti
vægast sagt erfið. Þar er ekki rætt um minningar eða annað persónulegt,
þankastrikin í textanum standa oft mörg saman til að tjá þagnir og líkt og
9 Jakobína Sigurðardóttir, Lifandi vatnið – – –, Reykjavík: Skuggsjá, 1974, bls. 71.
Hér eftir verður vísað til Lifandi vatnsins – – – með blaðsíðutali í sviga á eftir til-
vitnun.
10 Talmerki (e. speech tags) mynda ramma í kringum tal í texta sem skýra samhengi,
t.d. „sagði Jón“ eða „hvíslaði Sigga og færði sig nær“. Sjá t.d.: Bronwen Thomas,
„Dialogue in the Novel“, Routledge Encyclopedia of Narrative Theory, ritstj. David
Herman, Manfred Jahn og Marie-Laure Ryan, London og New York: Routledge,
2005, bls. 105–106.
11 Bronwen Thomas, „Dialogue“, The Cambridge Companion to Narrative, ritstj.
David Herman, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 80–93, hér
bls. 81–83.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR