Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 39
39
ýmsir urðu til að ræða smekkleysi íslensks almennings á næstu miss-
erum. Árið 1928 var skrifað í Alþýðublaðið um íslensk sveitaheimili:
Nú er það svo, að vart sést nokkur hlutur eða nokkurt fat á íslenzku
sveitaheimili, sem ekki sé [svo] eins og dottinn ofan úr einhverri
upphæða-ruslaskrínu. Vistarverur fólksins eru vanalega svo snauðar
að allri sannri prýði, að vænta mætti, að þar byggju Ástralíublámenn.
[…] Í gestastofu er borð með köflóttri dúkdruslu, með postulíns-
hundi á, stólgarmar, sem alt af eru að detta í sundur, og bekkræfill,
sem svo er ónýtt á fóðrið, að göt koma strax á horn og höfðalag.
Á veggjunum er hin margvíslegasta prýði!! Þar er aldur mannsins,
Nikulás sálaði Rússakeisari, Jesús Kristur, Jón Sigurðsson, Manúel
fyrrverandi Portúgalskonungur, María mey, orrustan við Mukden
og engill með geysistóra hvíta vængi og stjörnur í hárinu.23
Af þessum ummælum má ætla að íslenskur almenningur hafi á þessum
tíma verið búinn að móta sér smekk fyrir postulínshundum og samhliða
hafi menningarvitar landsmanna farið að líta á þessa sömu hunda (í félags-
skap glansmynda af Jóni forseta, Maríu guðsmóður og fleirum) sem and-
hverfu smekkvísi og menningarlegrar fágunar. Tengingu heimilishátta
frumbyggja Ástralíu við menningarlega stöðu þeirra sem héldu postu-
línshunda var greinilega ætlað að undirstrika gegndarlaust smekkleysið á
íslenskum sveitaheimilum. Árið 1931 var það talið til marks um mannkosti
og dyggðir Guðrúnar Pálsdóttur á Ægissíðu að aldrei sást til postulíns-
hunda á heimili hennar enda hafi hún verið kona af þeirri gerð sem reyndi
aldrei að sýnast.24
Gengisþróun postulínshundsins
Postulínshundar voru ekki alltaf hafðir til marks um skort á smekkvísi
meðal þeirra sem skrifuðu í íslensk blöð og tímarit. Í blaðinu Ísland árið
1898 var sagt frá því að munir úr dönsku postulíni ættu þá um stundir
miklum vinsældum að fagna meðal betri borgara í París. Í miðborginni við
Avenue de l’Opera höfðu danskir postulínsframleiðendur opnað sérversl-
un þar sem seld voru „ósköpin öll“ af dönsku postulíni, meðal annars „öll
23 Þengill Eiríksson, „Íslenskur heimilisiðnaður“, Alþýðublaðið 25. apríl 1928, bls.
2–3.
24 Vigfús Guðmundsson, „Jón og Guðrún á Ægisíðu“, Óðinn janúar–júní 1931, bls.
47.
POSTULÍNSHUNDAR OG GLöTUÐ MEISTARAVERK