Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 172

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 172
172 venjulega á sem „dæmigerða“ fyrir miðaldir. Fyrir hina andlegu yfirstétt, að minnsta kosti talsmenn hennar, mótuðust allir lífshættirnir af hugsun- inni um dauðann og það sem kæmi á eftir honum, handanlífið. Hjá hinni veraldlegu yfirstétt er þetta engan veginn jafn einhlítt. Jafn algeng og slík viðhorf og tímabil kunna að hafa verið í lífi hvers riddara, þá finnast ítrekað heimildir sem sýna fram á gjörólíka afstöðu. Við rekumst aftur og aftur á áminningu sem samræmist ekki alveg þeirri staðalmynd sem nútíminn hefur af miðöldum: Láttu ekki líf þitt stjórnast af hugsuninni um dauðann. Njóttu unaðssemda þessa lífs. „Nul courtois ne doît blâmer joie, mais toujours joie aimer“, þ.e.: „Enginn hirðmaður skyldi áfellast nautnina, heldur unna henni.“19 Þetta er boðorð hirðmenningarinnar í skáldsögu frá upphafi 13. aldar. Eða svo tekið sé heldur yngra dæmi: „Ungir menn skyldu vera kátir og lifa glaðværu lífi. Það sómir ekki ungum mönnum að vera raunamæddir og niðursokknir í hugsanir.“20 Hér má um leið glögglega sjá hvað greindi hirðriddarann, sem var örugglega ekki ætlað að vera niðursokkinn í hugsanir, frá klerknum, sem var án efa oftar „raunamæddur“ og „niðursokkinn í hugsanir“. Þetta viðhorf, sem er langt frá því að afneita lífinu, er látið í ljós með sérlega alvöruþrungnum og skorinorðum hætti, með hliðsjón af dauðan- um, í nokkrum tvíhendum úr Hugsvinnsmálum (Disticha Catonis), sem gengu frá kynslóð til kynslóðar allar miðaldir. Fallvaltleiki lífsins er eitt þeirra grunnstefja sem bregður endurtekið fyrir í kvæðunum: Aldurlagi sínu ræður engi maður. Nær stendur höldum hel. Svo segir til að mynda á einum stað. En þar fylgir þó ekki eftirfarandi nið- urlag: Hugsaðu því um dauðann og það sem honum fylgir – heldur stend- ur: Dugir ei dægur þeim er dauða kvíðir. Enginn feigð um flýr.21 19 H. Dupin, La courtoisie au moyen âge, París, 1932, bls. 79. 20 Sama rit, bls. 77. 21 [Í frumtextanum er hér vitnað í þýska miðaldaþýðingu Disticha Catonis, sem upp- haflega var ritað á latínu á þriðju öld: F. Zarncke, Der deutsche Cato, Leipzig, 1852, bls. 36–37, vers 167/168 og vers 179/180. Íslenska þýðingin sækir aftur á móti í íslenska miðaldagerð Hugsvinnsmála: Birgitta Tuvestrand 16, Hugsvinnsmál, Handskrifter och kritisk text, Lundur: Carl Bloms Boktryckeri, 1977, bls. 90 og bls. 92.] NoRBeRt eliAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.