Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 139
139
Hersetunni lauk ekki endanlega fyrr en 2006. Að henni lokinni á þrí-
leikur Ólafs Jóhanns jafnvel meira erindi við lesendur en nokkurn tímann
fyrr.50 Persónulegar endurminningar Páls Jónssonar blaðamanns má skoða
sem eins konar hermiminni til að ljúka upp þjóðarminni, gera það aftur
virkt svo Íslendingar geti farið að horfast í augu við trámatíska atburði
nútímasögunnar og tekist á við erfiðar spurningar um ábyrgð og sekt.
ÚTDRÁTTUR
Hringsól um dulinn kjarna
Minni og gleymska í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
Í þessari grein er kannað hvernig þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál
Jónsson blaðamann fjallar um afleiðingar sektarkenndar og tráma í kjölfar þeirra
djúptæku breytinga sem áttu sér stað í íslensku samfélagi á árum síðari heimsstyrj-
aldar. Sérstaklega verður athugað, út frá kenningum minnis- og trámafræða, hvort
túlka mætti persónuleika Páls sem tákn um ,fjarveru‘ frá sögulegum atburðum, og
endurminningaformið sem tilraun til að fást við beyg, sektarkennd og ‚minniskrepp-
una‘ svokölluðu, sem minnisfræðingar telja fylgifisk nútímans.
Lykilorð: bókmenntir, minnisfræði, tráma, endurminningar, hernám
ABSTRACT
Circling around a hidden core
Memory and forgetting in Ólafur Jóhann Sigurðsson’s trilogy
about Páll Jónsson
This article explores the ways in which Ólafur Jóhann Sigurðsson’s trilogy about
Páll Jónsson deals with the trauma and guilt that followed in the wake of the pro-
found changes that occurred in Icelandic society during the time of the World War
II. With the help of memory and trauma studies, Páll’s personality is interpreted as a
symbol of absence from historical events, and the author’s use of memoir and flash-
back is analysed as an attempt to deal with anxiety, guilt, and the so-called ‘memory
crisis’, which memory scholars have suggested accompanies the introduction of
modernity.
Keywords: literature, memory studies, trauma, memoir, World War II
50 Í grein sinni „Að verða að alvöru manni“ kemst Þóra Sigríður Ingólfsdóttir að sömu
niðurstöðu, en þó á öðrum forsendum.
HRINGSÓL UM DULINN KJARNA