Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 157
157
mætir sjálfum sér er feigur, en þú skelfist ekki. Hugsar: þetta er ég. Eða
veizt það. Og þó ert þetta ekki þú. Þetta er hann“ (140).29 Þessi tvífari
er birtingarmynd geðveikinnar í huga Péturs og órjúfanlegur hluti hans;
maðurinn á heiðinni „leiðir þig án þess að snerta hönd þína. Og þú fylgir
honum tregðulaust“ (140). Þáttur lesandans í 2. persónu frásögnum veldur
því enn fremur að um leið og sterkur grunur vaknar um að Pétur sé sögu-
maður allrar frásagnarinnar er snýr að honum sjálfum er lesandinn sjálfur
dreginn inn í söguheiminn og látinn velta fyrir sér eigin lífi, sjálfsmynd
og samfélagsstöðu. Mörkin milli raunheims og söguheims, aðalpersónu,
sögumanns og lesanda verða óskýr og fljótandi.
Frásagnar aðferð Lifandi vatnsins − − − undirstrikar firringu og óstöðug-
leika aðalpersónunnar Péturs og hjálpar ekki einungis til við persónusköp-
un og samfélagsmynd sögunnar heldur bætir við hana, til dæmis með því að
gefa til kynna að Pétur sé sjálfur sögumaðurinn en það breytir túlkun allrar
sögunnar. Þótt viðfangsefnið sé kannski ekki nýtt í bókmenntum verður
að viðurkennast að frásagnaraðferð Lifandi vatnsins – – – er afar sérstök,
útpæld og valin í þeim tilgangi að vekja athygli á efnistökunum og undir-
strika þau. Á mælikvarða íslenskra bókmennta má teljast nokkuð öruggt að
hið flókna frásagnarmynstur bókarinnar sé afar óvenjulegt – gott ef ekki
einstakt – og það sýnir að Jakobína á heima í hópi formbyltingar höfunda
íslenskrar sagnagerðar. Frásögnin nær allan hringinn á líkani Richardsons
og nýtir flestar tegundir sérkennilegrar persónunotkunar sem Fludernik
nefnir. Að auki þróar Jakobína afar sérstakan nafnorða-fornafnastíl sem
hlaðinn er margræðu tilvísunargildi.
Lifandi vatnið – – – er ekki auðveld bók aflestrar og það vissu þau vel,
Jakobína og útgefandi hennar, Oliver Steinn hjá Skuggsjá, sem skrifar
Jakobínu 26. mars 1975 og segir:
Varðandi sölu bókarinnar get ég ekki sagt þér margt á þessu stigi.
Hún varð ekki metsölubók, enda átti víst hvorugt okkar von á að
svo færi, – mér virðist salan svona nokkuð álíka og ég hafði gert mér
hugmyndir um.30
29 Áhugafólki um Harry Potter gæti orðið hugsað til lokaátaka fyrstu bókarinnar þar
sem Harry mætir Voldemort í fyrsta skipti, einmitt sem andliti á hnakka annars
manns. Um náin tengsl Harrys og Voldemorts þarf vart að fjölyrða hér, enda gefst
ekki rými til þess.
30 Oliver Steinn, bréf til Jakobínu Sigurðardóttur í óflokkuðum gögnum hennar á
handritadeild Landsbókasafns Íslands − Háskólabókasafns, 26. mars 1975.
„FORM OG STÍLL öRÐUGT VIÐFANGS“