Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 51
51
saga 1914.4 Aðferðin sem hann tekur upp og heldur sig við allar götur
síðan er ævisöguleg (og þó mótuð persónulegri túlkun); verk eru greind í
ljósi ævi eða persónuleika höfundarins. Lesturinn varð huglægari en hann
hafði verið í vísindalegri nálgun pósitívismans. „Markmið fræðimennsk-
unnar,“ segir Vésteinn, „var ekki lengur bundið við að grafa upp sögulegar
staðreyndir og orsakasamhengi, heldur skyldu staðreyndirnar gæddar lífi af
persónulegum skilningi fræðimannsins, hin fornu verk lífguð við og gerð
að persónulegri eign viðtakenda.“5 Í krafti þessarar aðferðafræði má segja
að Sigurður og aðrir fulltrúar íslenska skólans – þar voru norrænufræð-
ingar við Háskóla Íslands í meirihluta – verði miðlægir í túlkun íslenskra
bókmennta á fyrri hluta aldarinnar.6 En þetta gerðist ekki átakalaust.
Svolítil orðaskipti sem Sigurður átti við Ragnar E. Kvaran (1894–1939),
sem Nordal titlar „séra“, árin 1927 og 1928 segja sína sögu. Fyrra árið
skrifaði Sigurður lýsingu á ferð sinni um Skaftafellssýslu í tímaritið Vöku.
Í grunninn er þetta hefðbundin ferðagrein þar sem lýst er staðháttum og
fólki á ferðalaginu eins og titillinn „öræfi og öræfingar“ gefur til kynna.7
En lesandinn kemst fljótlega að því að höfundur er jafnframt að segja
aðra sögu þar sem pólitískri sannfæringu er komið til skila. Sigurður lýsir
öræfasveit sem undraheimi náttúrulegrar fjölbreytni og öræfingum sem
hetjulegum afsprengjum umhverfis síns sem hafi eflst og styrkst af glím-
4 Vésteinn Ólason, „Bókmenntarýni Sigurðar Nordal“, Tímarit Máls og menningar
1984/1, bls. 5–18, hér bls. 6–7.
5 Sama heimild, bls. 7.
6 Sigurður Nordal gerði sjálfan sig að miðpunkti umfjöllunar sinnar um íslenska
miðaldamenningu í innganginum að Íslenzkri menningu, sem kom út árið 1942, en
hann er sjálfsævisögulegur. Það var hluti af aðferðafræðinni að túlkandinn tran-
aði sér fram. Ármann Jakobsson segir að þarna hafi Sigurður þó gengið lengra en
mörgum þótti gott. Það eitt hafi verið sæmilega róttæk afstaða að heimspeki og
tilgátur væru að baki öllum vísindum en ekki aðeins staðreyndir, eins og pósitívistar
héldu fram. Sjá Ármann Jakobsson, „Dagrenning norrænnar sögu. Íslenzk menn-
ing og íslensk miðaldafræði“, Tímarit Máls og menningar 1/2000, bls. 3–9, hér bls.
3–4. Kristján B. Jónasson veltir því fyrir sér í grein í sama riti hvort skoða megi
orð Sigurðar um að bók hans verði „aldrei annað en þáttur úr ævisögu hans sjálfs“
sem mælskubragð: „[...] einskonar humilitas-ritklif formálaritarans sem dregur úr
mikilvægi bókar sinnar til að standa því stoltari að lokum með stórvirkið í höndum.“
Það breyti því þó ekki að nálgast verði ritið „með ótal fyrirvörum og spurningum“.
Sjá Kristján B. Jónasson, „Fúlsað við flotinu. Íslenzk menning eftir Sigurð Nordal
á árinu 2000“, Tímarit Máls og menningar 1/2000, bls. 17–25, hér bls. 18.
7 Sigurður Nordal, „öræfi og öræfingar“, Vaka. Tímarit handa Íslendingum 3/1928,
bls. 211–226. Í eftirfarandi umfjöllun verður vísað til greinarinnar í meginmáli með
blaðsíðutali innan sviga.
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN