Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 141
141
Árið 1969 sótti Jakobína Sigurðardóttir (1918–1994) um starfslaun úr
Launasjóði rithöfunda. Í uppkasti að umsókn sem fannst í gögnum hennar
stendur:
Verkefni: Skáldsaga. Alllöng, form og stíll örðugt viðfangs og krefst
því næðis og vinnufriðar. Hef hugsað mér að dvelja í Rvík í vetur.
Geri þó ekki ráð fyrir að geta lokið verkinu á skemmri tíma en hálfu
öðru ári, enda vinnuþol mitt mjög takmarkað.1
Starfslaunin fékk hún en þetta erfiða verkefni varð þó ekki að fullunninni
bók fyrr en fimm árum síðar þegar skáldsagan Lifandi vatnið – – – kom loks
út árið 1974.
Meðal þess sem einkennir höfundarverk Jakobínu eru tilraunir með
frásagnaraðferð. Fyrsta skáldsaga hennar, Dægurvísa (1965), er hópsaga
þar sem skipt er um sjónarhorn í hverjum kafla og Snaran (1968) er
dramatískt eintal frá upphafi til enda en bæði þessi frásagnarform voru
nýjungar í íslenskum bókmenntum þegar verkin komu út.2 Um þriðjungur
1 Jakobína Sigurðardóttir, óflokkuð gögn á handritadeild Landsbókasafns Íslands −
Háskólabókasafns. [Án árs.]
2 Um frásagnaraðferð í Dægurvísu og Snörunni, sjá t.d. Ásta Kristín Benediktsdóttir,
„Dramatískt eintal í verksmiðju. Um Snöruna eftir Jakobínu Sigurðardóttur“,
Andvari 2/2011, bls. 89−101; og „„[M]ér fannst einsog það væri verið að skólpa
af þjóðinni“. Um Dægurvísu Jakobínu Sigurðardóttur“, Skírnir, vor 2008, bls.
154–173.
Ásta kristín Benediktsdóttir
„Form og stíll örðugt viðfangs“
Fjölradda frásagnir og Lifandi vatnið − − −
eftir Jakobínu Sigurðardóttur*
Ritið 1/2012, bls. 141–159
* Þessi grein er unnin upp úr meistararitgerð minni: Ásta Kristín Benediktsdóttir,
„Form og stíll örðugt viðfangs.“ Frásagnaraðferð í verkum Jakobínu Sigurðar-
dóttur, óbirt MA-ritgerð í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, 2010. Ég
vil þakka leiðbeinanda mínum, Jóni Karli Helgasyni, fyrir yfirlestur, ritstjórn og
ráðleggingar. Einnig þakka ég ritstjórum og ritrýnum Ritsins fyrir afar góðar og
hjálplegar ábendingar.