Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 70
70
skiptir þó ekki minna máli að árið áður var lýðveldið Ísland stofnað, eins
og einnig er minnt á í verkinu. Löng og ströng sjálfstæðisbarátta bar loks
ávöxt. Íslenski skólinn, hugarfóstur Nordals og sennilega drýgsta framlag
hans til baráttunnar, var auk þess orðinn að skýrt mótaðri og viðurkenndri
stofnun í íslensku menningarsamfélagi, meðal annars með eins konar inn-
limun Halldórs Laxness en hann gaf út Brennunjálssögu með formála þar
sem hann, að mörgu leyti, tekur sterklega undir kenningar skólans einmitt
þetta sama ár.56 Það hljómar satt að segja eilítið kaldhæðnislega – eða að
minnsta kosti öfugsnúið – að á sama tíma og Halldór „skráir sig inn“ í
íslenska skólann „útskrifar“ Sigurður sig með þessu nýstárlega leikriti,
að minnsta kosti á táknrænan hátt. Uppstigning er vel að merkja síðasta
meiriháttar skáldverkið sem Nordal birtir. Hann hélt aftur á móti áfram
skrifum og útgáfu undir merkjum íslenska skólans þótt grundvallarrit hans
á þeim vettvangi hafi verið komin út þegar þarna var komið sögu.57 Hér
er því enda ekki haldið fram að Uppstigning marki allsherjar hvörf á ferli
Sigurðar, sem var þó ekki nema tæplega sextugur þegar hann skrifar leik-
ritið, en í verkinu felst ákveðin viðurkenning á öðrum fagurfræðilegum
56 Þetta ár birti Halldór Laxness einnig grein sína „Minnisgreinar um fornsögur“ í
Tímariti Máls og menningar en þar er sjónarmiðum í anda íslenska skólans hald-
ið á loft. Sjá Halldór Laxness, „Minnisgreinar um fornsögur“, Tímarit Máls og
menningar 1/1945, bls. 13–56. Halldór hafði áður gefið út Laxdæla sögu (1941) og
Hrafnkötlu (1942) með nútímastafsetningu. Þess má geta að Jón Karl Helgason kall-
ar Halldór Laxness „djarfasta aðila íslenska skólans“ í bók sinni Hetjan og höfund-
urinn. Sjá Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu,
Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, 1998, bls. 117–131.
Ástráður Eysteinsson bendir einnig á djarflega aðför Halldórs að sagnaarfinum
í grein þar sem hann spyr hvort Halldór Laxness sé höfundur Fóstbræðrasögu og
kallar hann „vígbúinn víking [ ] sem ræðst af dirfsku gegn því veldi sem fyrir er í
landi“. Sjá Ástráð Eysteinsson, „Er Halldór Laxness höfundur Fóstbræðrasögu?
Um höfundargildi, textatengsl og þýðingu í sambandi Laxness við fornsögurnar“,
Skáldskaparmál 1/1990, bls. 171–188, hér bls. 184. Rétt er að minna á að Halldór
hafði áður gefið út Laxdæla sögu (1941) og Hrafnkötlu (1942).
57 Borgfirðingasögur var síðasta bindið í ritröð Íslenzkra fornrita sem Sigurður Nordal
hafði umsjón með en það kom út 1938. Hann var ritstjóri útgáfu Fornritafélagsins
til ársins 1951. Bók Sigurðar um Hrafnkötlu í ritröðinni Studia Islandica kom út
1940 og Íslenzk menning 1942. Veigamesta verk hans um fornsögurnar eftir 1945
er „Sagaliteraturen“ sem kom út í safnritinu Nordisk kultur árið 1952 og í íslenskri
þýðingu Árna Björnssonar árið 1968 undir titlinum Um íslenzkar fornsögur. Þar
setur hann fram niðurstöður sínar um þroskaferli íslenskra fornsagna en þjóð-
félagslegum rótum sagnanna og þætti þeirra í sögu og menningu Íslendinga eru
gerð lítil skil. Rétt er að minna á að Einar Ólafur Sveinsson átti eftir að gefa út sína
Njálssögu árið 1954.
ÞRöStuR HelGASoN