Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 177
177
taumlaus árásargirnin eða grimmdin vera andstæður. Átrúnaðurinn, sem
felur í sér að vera meðvitaður um refsandi og gjaflynt alvald Guðs, getur
aldrei einn og sér „siðmenntað“ eða tamið kenndirnar. Þvert á móti:
Átrúnaðurinn er ávallt jafn „siðmenntaður“ og það samfélag eða sú stétt
sem hann þjónar. Og vegna þess að tilfinningar eru hér látnar í ljós á þann
hátt sem við könnumst aðeins við í okkar eigin menningarheimi hjá börn-
um, köllum við tjáningu þeirra og gerð „barnalega“.
Einu gildir hvar okkur ber niður í skjölum frá þessu tímabili, alls staðar
má finna það sama: Líf þar sem önnur lögmál gilda um kenndir en hjá
okkur, tilvist án öryggis, án þess að geta horft alltof langt fram í tímann. Sá
sem hvorki elskaði né hataði af fullum krafti á þessum tímum, sá sem ekki
hélt velli í þessum leik ástríðnanna gat allt eins gengið í klaustur. Í heimi
lystisemdanna var hann jafn glataður og sá sem ekki var fær um að temja
ástríður sínar eða „siðmenntast“ og leyna hvötum sínum í samfélagi síðari
tíma, einkum við hirðina.
5. Í báðum tilvikum er það samfélagsgerðin sem krefst og leggur rækt
við tiltekin viðmið er lúta að sjálfsstjórn. „Við“, segir Luchaire:
með okkar friðsamlegu siði og venjur, sem lifum við það öryggi
sem nútímaþjóðfélagið tryggir öllum eignum og einstaklingum af
svo mikilli umhyggju, getum varla gert okkur í hugarlund hvernig
hitt samfélagið var. Í þá daga var landið sundrað í dreifbýlishéruð
og íbúar hvers héraðs mynduðu að vissu leyti fyrir sig litla þjóð sem
hafði ímugust á öllum öðrum. Þessum héruðum var síðan skipt upp
á milli fjölmargra óðalsbænda og lénsherra sem voru iðnir við að
berjast innbyrðis. Jafnt hinir háu herrar, barónarnir, og smærri léns-
herrar bjuggu við yfirþyrmandi einangrun og áttu í stöðugum ill-
deilum við drottnara sína, stéttarbræður eða þegna. Við þetta bætt-
ust stöðug átök á milli einstakra bæja, þorpa, dala, sem og ófriður á
milli nágranna, sem virtist spretta ósjálfrátt af fjölbreytileika þessara
aðgreindu lendna.29
Lýsingin sýnir ágætlega það sem hingað til hefur svo oft verið varpað fram
sem almennri skoðun, nefnilega samhengið á milli samfélagsgerðar og
hvatalífs. Hér er ekki að finna neina miðstýringu sem er nægilega öflug til
að halda aftur af fólki. Ef miðstýrt vald styrkist í hinu eða þessu héraðinu,
29 Luchaire, sama rit, bls. 278.
AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR