Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 152
152
nefna hana í umfjöllun um óvenjulega fornafnanotkun í frásögnum. Samt
sem áður er margt í sambandi við þessa orðanotkun sem vert er að skoða
í ljósi umfjöllunar um sérkennilega fornafnanotkun, sérstaklega maður-
frásagnir.
Þegar segir frá Pétri á nútíðarsviðinu er sjónarhornið eins og áður
hjá Pétri, með örfáum undantekningum þó. Á sama hátt og fyrr er orðið
maður – og einnig týndur maður – ítrekað notað í staðinn fyrir hann og nafn
Péturs er aldrei nefnt. Þótt orðið maður sé notað á sama hátt og nafnorðin
verður textinn margræðari vegna þess að maður hefur einnig aðra merk-
ingu í tungumálinu en ,manneskja‘ eða ,einstaklingur‘. Maður er líka notað
sem óákveðið fornafn „um þann sem talar (óháð kyni) eða fólk almennt“.22
Lesanda sem les setningu á borð við „maður tínir á sig spjarirnar eins og
venjulega“ er tamt að hugsa sem svo að sá sem tali eigi við sjálfan sig í
almennu samhengi. Þegar næsta setning á eftir hljómar svo: „Vinnufötin
hans hanga frammi í þvottahúsi nema buxurnar“ (26, leturbreyting mín),
vandast þó málið. Persónufornafnið hann vísar til ákveðins manns og þar
með hlýtur maður í setningunni á undan að vera nafnorð og vísa til Péturs
en ekki óákveðið fornafn sem vísar til þess sem talar. Hér er um að ræða
frásagnartækni sem dregur lesandann á tálar; maður er látinn fá á tilfinn-
inguna að sögumaðurinn og aðalpersónan séu jafnvel sama persónan en
þegar nánar er að gáð sést að um sömu frásagnaraðferð er að ræða og áður
í köflunum um Pétur ungan. Áhrif þessarar aðferðar eru fyrst og fremst
þau að sögumaðurinn og Pétur nálgast hvor annan. Samband þeirra er
ekki lengur hefðbundið samband miðlandi sögumanns og sögupersónu
heldur virðast tengsl þeirra vera svo náin að lesandinn er í vafa um hver
talar.
Eins og áður segir eru maður-frásagnir vel til þess fallnar að sýna tregðu
aðalpersónunnar til að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Flótti Péturs er flótti
undan þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem fylgja lífi verkamanns og fjöl-
skylduföður í kapítalísku nútímasamfélagi. Stóra eyðan í frásögninni er frá
árunum í kringum 1950 þegar Pétur er ungur maður og þar til hann er
miðaldra, líklega í kringum 1970, en á þessum árum umbreytist samfélags-
mynstrið á Íslandi þegar flutningar úr sveit í bæi og borg verða algengir.
Kapítalismi varð ríkjandi samfélagsmynstur og einhvers staðar á þessu
tímabili fer Pétur að týna sjálfum sér. Hann gefst að lokum upp á lífinu
eins og það er en leitar að útópíu, lífinu eins og það var þegar hann var
22 Íslensk orðabók, ritstj. Mörður Árnason, 4. útgáfa, Reykjavík: Edda, 2007, bls. 636.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR