Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 68

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 68
68 „óendanleg“, henni þarf, eins og hann segir, ekki að ljúka „í venjulegum skilningi“ (273–274). Hann ætlar með öðrum orðum að má burt skilin á milli lífs og listar, ekki ósvipað og gert er í lokaþætti Uppstigningar.52 Ólíkt Agnari heldur Helgi þessum fyrirætlunum til streitu og eltir skáldadrauminn. Það á nánast eftir að ríða honum að fullu þegar mörk skáldskapar og veruleika gufa upp fyrir augum hans en í millitíðinni (þriðja þætti) kemur hinn „verulegi“ listamaður til sögunnar, fyrrnefndur Kolbeinn Halldórsson (einnig sem gestur með skipi), og stingur undan Helga en svo virtist sem þau Jóhanna myndu ná saman á ný, að minnsta kosti framan af. Í fjórða þætti er blekkingarheimur leikhússins afhjúpaður. Strax í byrj- un þáttarins er leikhússtjórinn látinn grípa fram í fyrir Helga þar sem hann stendur uppi á litlu felli fyrir ofan bæinn, sem er lítilmótlegur og lágkúrulegur þaðan séð, og er farinn að tala í stakhendum, upphafinn af eigin skáldskaparsnilld. Leikhússtjórinn kallar nafn leikarans, sem fer með hlutverk Helga, og segir að nú sé nóg komið af þessari fyndni, hann verði að ranka við sér og taka að leika hlutverk sitt að nýju. Þegar Helgi neitar að láta að stjórn kemur höfundur leiksins, sem kallaður er Hæstvirtur, fram á sviðið en honum þykir uppreisn persónu sinnar skiljanleg og raun- ar ágæt vending á rás atburða: „Hver hefði enzt til að sitja og horfa á þig skrifa þennan óendanlega róman?“ (333). Höfundurinn tekur þó fram að uppreisnarhuginn hafi Helgi auðvitað fengið frá sér. Áhorfendum sýning- arinnar er einnig blandað inn í samræður þeirra en í síðustu atriðum þátt- arins togast veruleikinn og skáldskapurinn á um sál Helga. Læknisfrúin úr þorpinu kemur upp á fjallið til þess að fá hann með sér aftur niður í byggð og þegar hann lætur tilleiðast birtist höfundurinn að nýju en nú í líki glott- andi djöfuls enda persónan gengin til liðs við hann aftur. Til þess að leiða söguna til lykta birtist leikstjórinn á sviðinu í upphafi þáttar sem kallaður er „önnur sýning“ og biður áhorfendur afsökunar á þessari „leiðinlegu trufl- un“, þessu „einkennilega tilfelli í sögu leiklistarinnar“ þar sem leikarinn „fór út úr rullunni, sem kallað er“ (355). Í „Þriðju sýningu“ er altaristaflan vígð. Hún er í „viðunanlegum ramma“ (356), að mati Fröken Johnson, og ekki í nýtískustíl, „að minnsta kosti ekkert klessumálverk“ (357). Á síðustu augnablikunum birtast þeir samtímis á sviðinu, höfundurinn og leikhús- 52 Fleiri dæmi um sjálfsöguleg einkenni mætti tína til úr þessum fyrstu þáttum verks- ins, til að mynda forvitnilegt samtal þeirra Helga og Jóhönnu um það hvernig hann gerði hana að listamanni en í því sambandi er raunar talað um skugga og spegil (274 og áfram) – en þessi verða látin nægja hér. ÞRöStuR HelGASoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.