Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 116
116
sambandi hermanna og íslenskra kvenna, „ástandinu“ svokallaða.1 Stríðið,
þar með talið hernámið, og áhrif þess hafa í flestum tilfellum þurft að víkja
fyrir þessu „stóra“ siðferðilega máli sem snart viðkvæma strengi þjóðernis-
hyggjunnar í brjóstum Íslendinga og hafði í för með sér eins konar karl-
mennskukreppu.2
Þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann – en
hann mynda skáldsögurnar Gangvirkið (1955), Seiður og hélog (1977) og
Drekar og smáfuglar (1983) – er án efa umfangsmesta bókmenntaverkið
sem fjallar um þennan örlagaríka tíma í íslenskri nútímasögu og á marg-
slungnari hátt en flest önnur verk íslenskra höfunda. Þrátt fyrir það hefur
þríleikurinn fengið litla athygli.3 Það sem lesendur og rýnendur hafa hvað
helst tekið eftir í sambandi við aðalpersónu þríleiksins er aðgerðaleysi
hennar. Ástráður Eysteinsson lýsir Páli sem „undarlega óvirkum og lit-
lausum áhorfanda“4; Jón Yngvi Jóhannsson talar um „hinn óákveðn[a]
og framtakslaus[a]“ Pál5; og hafa sumir jafnvel kallað hann leiðinlegan (en
1 Kristinn Kristjánsson bendir á að engu hafi verið líkara en ekkert annað markvert
hefði gerst á Íslandi á þessum árum. Sjá Kristinn Kristjánsson, „Konan, draumurinn
og dátinn“, Tímarit Máls og menningar 2/1984, bls. 194–212. Um „ástandskonur“
skrifa auk Kristins m.a. Dagný Kristjánsdóttir, „Árin eftir seinna stríð“, Íslensk
bókmenntasaga, 4. bindi, ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og
menning, 2006, bls. 419–661; Gerður Steinþórsdóttir, Kvenlýsingar í sex Reykjavík-
urskáldsögum eftir seinni heimsstyrjöld, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1979, bls. 101–121; Inga Dóra Björnsdóttir, „Public View and Private Voices“, The
Anthropology of Iceland, ritstj. E. Paul Durrenberger og Gísli Pálsson, Iowa City:
University of Iowa Press, 1989, bls. 98–118; Inga Dóra Björnsdóttir, „Uheldige
kvinner i et heldigt land“, Kvinner, krig og kjærlighet, ritstj. Dag Ellingsen o.fl.,
Ósló: Cappelen, 1995, bls. 149–171; Herdís Helgadóttir, Úr fjötrum: Íslenskar konur
og erlendur her, Reykjavík: Mál og menning, 2001; Bára Baldursdóttir, „Kynlegt
stríð: íslenskar konur í orðræðu síðari heimsstyrjaldar“, 2. íslenska söguþingið 30.
maí – 1. júní 2002 – Ráðstefnurit I, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir, Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Sagnfræðifélag Íslands/Sögufélag, 2002, bls.
64–74.
2 Ástráður Eysteinsson, „Icelandic Prose Literature, 1940–1980“, A History of Ice-
landic Literature, ritstj. Daisy Neijmann, Lincoln: University of Nebraska Press,
2006, bls. 414. Í greininni segir á ensku: „a strangely passive and colorless obser-
ver“. Um hlutverk stríðs og hernáms í íslenskum bókmenntum, sjá grein mína
„‘Óboðinn gestur’: Fyrstu birtingarmyndir hernámsins í íslenskum skáldskap“,
Skírnir vor/2011, bls. 64–88.
3 Úr því bætti Þóra Sigríður Ingólfsdóttir með MA-ritgerð sinni árið 2006, þar sem
hún gerir þríleiknum góð skil og færir rök fyrir mikilvægi og gæðum þessa verks.
4 „Icelandic Prose Literature, 1940–1980“, bls. 415.
5 Jón Yngvi Jóhannsson, „Sagnagerð eftir 1970“, Íslensk bókmenntasaga, 5. bindi,
ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 588.
dAiSy NeijmANN