Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 106

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 106
106 er ekki forsenda markhyggju.44 Markhyggja Aristótelesar gerði ekki lítið úr áhrifsorsökum og er alls ekki stefnt gegn þeim eins og Bacon gaf í skyn. Og markhyggja hans krafðist ekki þess að vísað væri í eitthvað sem ekki væri mögulegt að hafa reynslu af og því síður var sú hugmynd að nátt- úran væri á nokkurn hátt byggð upp í kringum mannskepnuna hluti af heimspeki Aristótelesar.45 Þar af leiðandi er ekki augljóst hvers vegna ný heimsmynd við upphaf sautjándu aldar kallaði á brotthvarf markhyggju. Líklegasta skýringin, sem verður ekki rannsökuð eða rökstudd frekar hér, er sú að tilgangsorsakir hafi verið svo áberandi í verkum þeirra höfunda sem helstu heimspekingar nýaldar (Bacon, Descartes, Locke) vildu hafna að markhyggjan hafi orðið fórnarkostnaður þess aðskilnaðar. Efasemdir um réttmæti og forsendur Bacons og Descartes breyta þó ekki því að tvær mikilvægar spurningar bíða þeirra sem reyna að halda fram réttmæti mark- hyggju og tilgangsskýringa sem hluta af heimsmynd sinni. Fyrri spurning- in er eftirfarandi: Eru tilgangsorsakir ekki engu að síður fræðilega óþarfar þrátt fyrir að þær trufli ekki rannsóknir á áhrifsorsökum?46 Og sú seinni: Gegna markhyggnar ályktanir, hversu óskýrar sem þær eru, raunverulegu hlutverki í ályktunum okkar um náttúruna; sérstaklega þegar viðfangsefnið er einstakar verundir? 44 Þetta atriði er þó útgangspunktur í þekktu verki um vísindasögu nýaldar, sjá Alex- andre Koyré, From the Closed World to the Infinite Universe, Baltimore: Johns Hop- kins University Press, 1968. 45 Fræðimenn greinir reyndar á um hversu mannhverf markhyggja Aristótelesar var. Það fer ekki á milli mála að í Eðlisfræðinni skrifar hann eins og náttúran hafi séð til þess að öll dýr nýtist manninum á einn eða annan hátt. Sá gangur í náttúrunni virðist þó vera tilfallandi og ekki hafa mikið að segja fyrir vísanir í tilgangsorsakir sem slíkar. Mikilvægara er að einstakar verundir eiga tilveru sína undir því að geta sem lífverur rækt hlutverk sín og þar með viðhaldið tegund sinni. Um þetta mikil- væga atriði má fræðast hjá Monte Johnson, Aristotle on Teleology, bls. 229–236. 46 Fyrir rúmlega þrjátíu árum hélt vísindaheimspekingurinn Ernest Nagel fyrirlestra og varði þá skoðun að tilgangsorsakir gætu nýst í fræðilegri orðræðu, þrátt fyrir að þær séu ekki raunverulegar orsakir, og að vísindamenn og heimspekingar eigi að hafa bæði tilgangs- og áhrifsorsakir í huga þegar gerð er grein fyrir hinni vísindalegu aðferð. Fyrirlestrarnir voru síðar gefnir út: sjá Ernest Nagel, „Goal- Directed Processes in Biology. Functional Explanations in Biology“, The Journal of Philosophy 5/1977, bls. 261–301 (og einnig Ernest Nagel, Teleology Revisited and Other Essays in the Philosophy and History of Science, New York: Columbia University Press, 1979). Eftir að Nagel, sem seint verður minnst fyrir frumspekilegan áhuga, hélt fyrirlestra sína eru fáir (af þeim sem eru tilbúnir að ræða markhyggju á annað borð) á þeirri skoðun sem Bacon setti fram á sautjándu öld, að markhyggja sé hreinn hugarburður sem geti truflað vísindalegar rannsóknir. HeNRy AlexANdeR HeNRySSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.