Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 71
71
sjónarmiðum af hans hendi þótt að baki henni sé ekki beinlínis bjargföst
sannfæring.
Uppstigning er módernískt verk. Sigurður Nordal hafði aftur á móti enn
sínar efasemdir um hið nýja, eins og fleiri. Í fyrrnefndum eftirmála Fornra
ásta leggur hann til að hugtakið modern(e) verði þýtt með orðinu stundleg-
ur sem, líkt og hann tiltekur, er andstæða orðsins eilífur. Segir hann það
þarflega áminningu um „að hið modern(e) geri hvorki allt eldra úrelt né
geti verið öruggt um framtíðina – hvað þá eilífðina“.58 Honum þykir sá
gamli greinarmunur sem gerður hefur verið á hinu stundlega og eilífa vera
„mjög máður út í bili“ og orðar hugsun sem hljómar nánast eins og til-
brigði við kenningu Eliots um hefðina og hæfileika einstaklingsins. Hann
segir að „í öllu stundlegu m[egi] búast við ívafi endurtekninga, í hverri
nýjung nokkuru afturhvarfi“.59 Og svo bendir hann á skyldleika orðanna
uppreisn og upprisa.60 Í uppreisninni felst ávallt upprisa einhvers, jafnvel
þess sem snúist er gegn. Og í upprisunni felst uppreisn, eða hvað?
Í huga Nordals var Uppstigning að öllum líkindum lítið annað en tíma-
bundið flan upp á fjall, eins konar gönuhlaup manns sem álpaðist um stund
út úr hlutverki sínu, líkt og séra Helgi. Sé ævisögulegri aðferð Nordals
sjálfs beitt á verkið leiðir hún reyndar í ljós annan skilning á ótímabærri
fjallgöngunni. Sögð er saga nýfrjálsrar þjóðar sem gerir sér ekki mikla
grein fyrir hinum nýja veruleika. Hún á heldur ekki menningarlegt kapítal
til þess að standa undir upphefðinni. Í því samhengi var Sigurður Nordal
ef til vill tvístígandi klerkur sem þráði annað líf, uppstigningu til æðra lífs í
listinni en lætur tilleiðast fyrir handleiðslu æðri máttarvalda – sem eru höf-
undurinn í leikritinu en í lífi Sigurðar hlutverkið sem hann hafði valið sér
ungur – til þess að sinna borgaralegum skyldum sínum.
Uppreisn hins nýja
Þráðurinn hefur þá á ný verið rakinn aftur til þriðja áratugarins þegar
Sigurður Nordal mótar hugmyndir sínar um íslenska menningu, ekki síst
með skrifum í Vöku. Hugmyndirnar, sem einnig bjuggu á bak við stofnun
tímaritsins, snerust um upprisu þjóðarinnar en í henni fólst uppreisn gegn
aldalangri kúgun hennar. Í þessari fjallgöngu voru ásamt Sigurði nokkrir af
helstu áhrifamönnum íslensks menningar- og menntalífs á fyrstu áratug-
58 List og lífsskoðun I, bls. 160.
59 Sama heimild, bls. 161.
60 Sama heimild, bls. 160.
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN