Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 78
78
Laxness hefur lýst neikvæðum viðbrögðum við „daðri“ sínu við súrreal-
isma81 og listmálararnir Jón Stefánsson (1881–1962) og Finnur Jónsson
(1858–1934) sneru báðir frá framúrstefnulegum tilraunum með málverkið
á þriðja áratugnum, sá fyrrnefndi hafði þá málað í anda síðimpressjónisma
og fauvisma og sá síðarnefndi einkum í anda konstrúktívisma.82 Hin nýja
en þó ekki bráðunga stétt borgaralegra menntamanna komst til valda í
menningarlífinu við þessar aðstæður og tók sér það yfirlýsta hlutverk að
búa til nútímalegt, sjálfstætt þjóðríki á Íslandi með þjóðernislega íhalds-
semi að vopni.
Því má halda fram að hér hafi ekki verið jarðvegur fyrir framsækið
menningartímarit á þriðja áratugnum. Hin þjóðernislega íhaldssemi var of
fyrirferðarmikil og hún hafði mikilvægar menningarlegar og samfélagsleg-
ar stofnanir að baki sér, eins og Háskóla Íslands, Alþingi, Landsbókasafn
og Hið íslenzka bókmenntafélag, eða að minnsta kosti menn þeim tengda.
Í Evrópu voru stofnuð tímarit á þriðja áratugnum með álíka stefnu í fagur-
fræðilegum efnum og Vaka en þar voru á sama tíma framsækin tímarit sem
veittu viðspyrnu.83 Að vísu lauk blómaskeiði hinnar sögulegu framúrstefnu
um miðjan þriðja áratuginn í mestallri Evrópu og dró þá úr útgáfu tímarita
var ástar- og spennusögur, um fjórðungur barna- og unglingabækur en fullorð-
insbókmenntir um það bil tuttugu, þar á meðal stakar bækur eftir höfunda á borð
við Sigurbjørn Obstfelder, Ívan Túrgenev, August Strindberg og H.G. Wells. Sjá
Árna Sigurjónsson, „Sagnagerð á þriðja áratug aldarinnar“, Íslensk bókmenntasaga,
IV. b., bls. 21–124, hér bls. 21–27.
81 Halldór Laxness, Kvæðakver, Reykjavík: Vaka – Helgafell, 2005, bls. 141.
82 Engar einhlítar skýringar eru þó á þessum umskiptum á ferli þeirra Jóns og Finns
eins og Hubert van den Berg hefur bent á. Framúrstefnuleg verk þeirra fengu
vissulega ekki góðar viðtökur hjá íslenskum gagnrýnendum og einangrun frá al-
þjóðlegum listheimi háði þeim í kjölfar þess að þeir fluttu hingað heim eftir nám
og störf erlendis, en ástæður þess að þeir sneru baki við slíkum tilraunum kunna
að eiga sér hliðstæðu í ferli evrópskra framúrstefnulistamanna á þriðja áratugnum
sem einnig sneru baki við abstraktlist. Sjá Hubert van den Berg, „Jón Stefánsson
og Finnur Jónsson. Frá Íslandi til evrópsku framúrstefnunnar og aftur til baka.
Framlag til kortlagningar á evrópsku framúrstefnunni á fyrri helmingi tuttugustu
aldar“, Ritið 1/2006, bls. 51–77, hér bls. 61–74. Það vekur þó athygli að Jón bregst
framúrstefnunni til varnar í grein sem birtist í Öldinni árið 1935; endurprentuð
í Birtingi 1/1967, bls. 9–16; sjá einnig „Nokkur orð um myndlist“, Jón Stefánsson
1881–1962, ritstj. Karla Kristjánsdóttir, Reykjavík: Listasafn Íslands, 1989, bls.
79–85. Gefur það ef til vill til kynna að hann hafi ekki verið orðinn afhuga slíkri
list þótt hann hafi ekki getað stundað hana hér á landi.
83 Sjá til dæmis Stephen Rogers, „Nostalgia and Reaction“, The Oxford Critical and
Cultural History of Modernist Magazines, bls. 570–588.
ÞRöStuR HelGASoN