Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 78

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 78
78 Laxness hefur lýst neikvæðum viðbrögðum við „daðri“ sínu við súrreal- isma81 og listmálararnir Jón Stefánsson (1881–1962) og Finnur Jónsson (1858–1934) sneru báðir frá framúrstefnulegum tilraunum með málverkið á þriðja áratugnum, sá fyrrnefndi hafði þá málað í anda síðimpressjónisma og fauvisma og sá síðarnefndi einkum í anda konstrúktívisma.82 Hin nýja en þó ekki bráðunga stétt borgaralegra menntamanna komst til valda í menningarlífinu við þessar aðstæður og tók sér það yfirlýsta hlutverk að búa til nútímalegt, sjálfstætt þjóðríki á Íslandi með þjóðernislega íhalds- semi að vopni. Því má halda fram að hér hafi ekki verið jarðvegur fyrir framsækið menningartímarit á þriðja áratugnum. Hin þjóðernislega íhaldssemi var of fyrirferðarmikil og hún hafði mikilvægar menningarlegar og samfélagsleg- ar stofnanir að baki sér, eins og Háskóla Íslands, Alþingi, Landsbókasafn og Hið íslenzka bókmenntafélag, eða að minnsta kosti menn þeim tengda. Í Evrópu voru stofnuð tímarit á þriðja áratugnum með álíka stefnu í fagur- fræðilegum efnum og Vaka en þar voru á sama tíma framsækin tímarit sem veittu viðspyrnu.83 Að vísu lauk blómaskeiði hinnar sögulegu framúrstefnu um miðjan þriðja áratuginn í mestallri Evrópu og dró þá úr útgáfu tímarita var ástar- og spennusögur, um fjórðungur barna- og unglingabækur en fullorð- insbókmenntir um það bil tuttugu, þar á meðal stakar bækur eftir höfunda á borð við Sigurbjørn Obstfelder, Ívan Túrgenev, August Strindberg og H.G. Wells. Sjá Árna Sigurjónsson, „Sagnagerð á þriðja áratug aldarinnar“, Íslensk bókmenntasaga, IV. b., bls. 21–124, hér bls. 21–27. 81 Halldór Laxness, Kvæðakver, Reykjavík: Vaka – Helgafell, 2005, bls. 141. 82 Engar einhlítar skýringar eru þó á þessum umskiptum á ferli þeirra Jóns og Finns eins og Hubert van den Berg hefur bent á. Framúrstefnuleg verk þeirra fengu vissulega ekki góðar viðtökur hjá íslenskum gagnrýnendum og einangrun frá al- þjóðlegum listheimi háði þeim í kjölfar þess að þeir fluttu hingað heim eftir nám og störf erlendis, en ástæður þess að þeir sneru baki við slíkum tilraunum kunna að eiga sér hliðstæðu í ferli evrópskra framúrstefnulistamanna á þriðja áratugnum sem einnig sneru baki við abstraktlist. Sjá Hubert van den Berg, „Jón Stefánsson og Finnur Jónsson. Frá Íslandi til evrópsku framúrstefnunnar og aftur til baka. Framlag til kortlagningar á evrópsku framúrstefnunni á fyrri helmingi tuttugustu aldar“, Ritið 1/2006, bls. 51–77, hér bls. 61–74. Það vekur þó athygli að Jón bregst framúrstefnunni til varnar í grein sem birtist í Öldinni árið 1935; endurprentuð í Birtingi 1/1967, bls. 9–16; sjá einnig „Nokkur orð um myndlist“, Jón Stefánsson 1881–1962, ritstj. Karla Kristjánsdóttir, Reykjavík: Listasafn Íslands, 1989, bls. 79–85. Gefur það ef til vill til kynna að hann hafi ekki verið orðinn afhuga slíkri list þótt hann hafi ekki getað stundað hana hér á landi. 83 Sjá til dæmis Stephen Rogers, „Nostalgia and Reaction“, The Oxford Critical and Cultural History of Modernist Magazines, bls. 570–588. ÞRöStuR HelGASoN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.